mánudagur, apríl 25, 2005

Lesbíudraumur

Náði ykkur með titlinum!!!

Mig dreymdi í nótt að sú kjaftasaga væri komin á kreik að ein vinkona mín væri lesbía. Í draumnum var það þó alveg skýrt að hún væri ekki lesbía heldur væri þetta kjaftasaga frá upphafi til enda. Þessi vinkona mín sem ég tel nú vera frjálslynda í alla staði var nú ekki par ánægð með þessa kjaftasögu og grét ósköp mikið yfir henni. Foreldrar hennar voru hins vegar hin skilningsríkustu og buðu meintri ástkonu vinkonunnar með sér á kaffihús til að kynnast tengdadótturinni tilvonandi. Mikill grátur fylgdi því og var þetta eins og hinn mesti harmleikur. Ég reyndi að hugga hana og segja henni að þetta væri nú ekki það versta sem gæti komið fyrir konu, að vera sökuð um samkynhneigð. En jú henni fannst það ósköp slæmt að fá slíkt orð á sig. Veit hins vegar að ef þetta ætti sér stað í raunveruleikanum myndi hún ekki kippa sér hið minnsta upp við það.

Núna er keppni - hver ykkar haldiðið að þetta sé?
Sú sem vinnur fær rómantískt deit með mér mú ha ha!!!

20 Comments:

Blogger Thora said...

Öruggelga ekki ég, been there done that.
Þegar ég var í Ármúla kom vinur minn þeirri sögu af stað að ég væri lesbía, þar sem ég hjólaði alltaf í skólann, (jebbs fólk er grunnhyggið). Ég var meira að segja stoppuð á gönugunum af einhverri stelpu sem spurði hvort ég væri Þóra og hvort ég væri lesbía. hahahaha
ps. svo reyndi stelpa við mig um daginn

2:09 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Rétt hjá þér að það varst ekki þú!

2:10 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

En þú vinnur samt náttúrulega ekki nema þú giskir á rétta.

2:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábær draumur. En þú verður eiginlega að gefa aðeins fleiri vísbendingar en að gellan sé frjálslynd í alla staði. Þetta gæti verið ég, Bergie, Tóta eða Þórdís held ég, kannski þu gefir eitthvað lúmskt hint;)

2:26 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Satt að segja var þetta engin ykkar en þið þekkið hana, amk tvær ykkar vel. Fleiri vísbendingar gef ég ekki að svo stöddu.

2:34 e.h.  
Blogger bergie said...

já giska bara, engin takmörk á gisk !

Mér dettur fyrst í hug Guðríður, frjálslynd ung kona sem lætur ekki kjaftasögur buga sig.

3:36 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ekki er það Guðríður en heit ertu! Langar þig á deit með ofurgellunni?

3:39 e.h.  
Blogger bergie said...

Svo er líka hægt að giska á Öddu, Þorgerðu, Herdísi, Mig, Elísu, Þórdísi, Tótu, Hófí, Þóru,Stínu og s. fr.
Þú átt svo margar vinkonur :-)

3:40 e.h.  
Blogger bergie said...

Já Stína stuð er líka frjáls ung kona sem gæti hlegið að svona sögu.

( ein að reyna að tryggja sér rómantíska kvöldverðinn ):-)

3:42 e.h.  
Blogger bergie said...

Er Þorgerða jafn heit og Guðríður ?

3:43 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Jafnvel heitari! Ef þú giskar á hana getur vel verið að þú fáir rómantískan kvöldverð með yours truly. Sko mér ekki Odda!!!

3:46 e.h.  
Blogger bergie said...

Þá giska ég á hana !

3:50 e.h.  
Blogger bergie said...

Um leið og ég sprengi commenta fjöldann !!

3:51 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

We hava a winner!!! ****** VÍ HA.
Það er rétt hjá þér. Í fyrsta skoti og allt humm:)
Gerða var það heillin. Gerða! láttu í þér heyra, ertu nokkuð reið yfir þessum draum?
Bergie þú átt inni hjá mér rómantískan kvöldverð. Hvert langar þig að fara?

3:52 e.h.  
Blogger bergie said...

Mig langar í lautarferð í góðu veðri, með teppi og góðum mat, rauðvín og osta og bara bullandi rómantík !

3:55 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Bullandi rómantík skal það verða!!!

4:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Arg, ég missti alveg af því að fá að giska í þessari stórskemmtilegu getraun, svona er að þykjast vera að læra :) Ég væri alveg til í að koma með í rómantíska pikknikkið, það er sennilega eina von mín um rómantík á næstunni...

12:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gerða fær örugglega að fara á deit með stúlkunni úr draumnum, Gunnhildur ef þú veist ekki hver það er verðum við að reyna að komast að því! Já... helvíti fúlt að hafa ekki getað tekið þátt í keppninni.... held ég hefði samt giskað á mig svona í fyrsta ágiski, mohhohooo

8:58 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ætli ég verði ekki bara að bjóða öllum vinkonum mínum með á rómantíska deitið, en veit náttúrulega ekki hvernig Berglind tekur því. Sjáum hvað hún segir!
Þórdís, góður punktur - enda þú ævinlega í mínum draumum...;)

9:26 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Frjálslynd á jákvæðan hátt!

11:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger