miðvikudagur, apríl 20, 2005

Uss uss uss skítapakk

Ríkisrekna stofnunin sem sér um þróunamál Íslending vildi ekki fá hina yndislegu mig til starfa hjá sér í Afríku. Leiðinlegt fyrir hana en ennþá leiðinlegra fyrir mig! Ég fékk ekki einu sinni viðtal!!! Huh ég er stórmóðguð!

Þóra Rauðakrossfrömuður og alveg að verða landfræðingur fékk heldur ekki viðtal! Mannfræðingsbjánar voru ráðnir og bókasafnsfræðingur. Iss piss !!! Hvenær mun tími landfræðinganna eiginlega renna upp?
Erum ekki neitt voðalega hip og kúl eins og er. Hljótum amk ekki tilskylda virðingu samfélagsins. Veit fólk ekki að landfræðingar vita lítið um margt, hvenær verður sá kostur metin að verðleikum? Ja hann er kannski metin mikils innan dyra í mínu heittelskaða fyrirtæki, landfræðingnum undirritaða er alla vega treyst til að verða skrifstofudama eftir nokkra mánuði, enda veit hann örlítið í hverju sú vinna felst. Já það eru ekki allir háskólamenntaðir fræðingar jafn heppnir og ykkar heittelskaða!!! ooo ég er svoooo ánægð að skulda eina og hálfa milljón í námslán - því menntun margborgar sig - ójá - diddilídú!!!

Bitri landfræðingurinn kveðjur að sinni - glaðari en aldrei fyrr!!!

4 Comments:

Blogger Thora said...

Já merkilegt, er ekki alltaf verið að tala um að þerfaglegt nám sé svo sniðugt núna, við þurfum greinilega að fara í herferðir til þess að kynna Landfræðina.
Ætli ég fari ekki bara að vinna í Hagkaupum eftir að ég klári þessa blessuðu ritgerð, eða frekar Bónus. Jábbs, bjartar framtíðar vonir. ;)
Góða skemtun í símanum.
Kv Rauða kross stelpan ;)

12:52 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Hey já sniðugt! Kannski maður byrji á Hofsósi eða Tálknafirði svona til að öðlast reynslu. Ekkert mál að sölsa undir sig völdin í svoleiðis smá þorpum moahaha...
Framsókn er náttúrulega auðveldasti flokkurinn til að komast áfram í hefur maður heyrt - best að senda Dóra bréf! Þóra ertu ekki með, þú veist að Vinstri grænir koma þér ekkert áfram!

3:05 e.h.  
Blogger Thora said...

Ég veit ég veit, en ætla að fara á morgun og hitta UVG og taka þátt í umræðu um útlendingalög. Þar mun ég koma mér á framfæri og allir sjá að þarna er snillingur á ferð og ég kemst í stjórnar andstöðu, og svo í næstu kostinum eftir það þá sjá allir hvað hún Þóra er frábær og VG munu vera í stjórn. Svo þetta er bara ágætisplan.
Framsókn nei takk ;)
hehehe
Jábbs, alltaf gott að hafa plön :)

3:35 e.h.  
Blogger Thora said...

Já skoðum það ;)
Ég er viss um að ég yrði betri en Gísli M. stuðkall númer 1. Sem verður borgarstjóra efni sjálfstæðisf.

8:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger