miðvikudagur, apríl 20, 2005

Ekki fréttir

Minnstu munaði á fimmtugustu og fjórðu mínútu að Madridingum HEFÐI tekist að skora á móti Inter. Inter gerði svo aðsúg að marki Madridinga á sextugustu mínútu en markverði Madridinga tókst að koma í VEG FYRIR MARK með góðri markvörslu. Það var svo ekki fyrr en á þeirri áttugustu og sjöundu að boltinn fór í markið og sigruðu Madridingar með einu marki gegn engu. (Tilbúið dæmi).

Svipaðar lýsingar heyrast samt á hverju kvöldi í ÍÞRÓTTAFÉTTATÍMA Sjónvarpsins. Hversu miklar EKKI fréttir eru að það Madridingum hafi NÆSTUM því tekist að skora????

Minnstu munaði að hljómsveitinni Skítamóral hefði tekist að semja lag í gær en það var svo ekki fyrr en í morgun sem allt small saman og lagið varð til.

Þætti fólki ekki skrítið ef sérstakur TÓNLISTARFÉTTATÍMI Sjónvarpsins í fyrsta lagi væri til og hljómaði í öðru lagi svona?

Það væru ekki féttir.

5 Comments:

Blogger bergie said...

Í fréttum er þetta helst !!

hver ræður því hvað er ?helst?

12:50 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Alla vega ekki Auðun Georg...

12:55 e.h.  
Blogger Thora said...

hahahahahahahahahahahaha

12:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér persónulega finnst að það ætti að vera tónlistar frétta tími eins og íþróttafrétta tími enginn spurning um það. Það eruábyggilega fleiri sem hafa áhuga á tónlist en íþrottum!!

2:59 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Já ég er nú alveg sammála því - en kalla - og markaðsveldið er nú eins og það er, kallarnir og peningarnir vilja íþróttafréttir!

3:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger