miðvikudagur, apríl 27, 2005

Það þýðir ekki bara að vera sjálfhverf. Ég verð líka að skrifa um vandamál heimsins og bölsótast út í þjóðfélagið, langt síðan ég hef gert það. Ég ætla að veita ykkur þá unaðslegu ánægðu að skrifa um launamisrétti og þá tilhneiginu margra kvenna til að finnast þær ekki eiga há laun skilið. Þetta er alveg óstjórnlega bjánalegur og gamaldags hugsunarháttur. Ferðamálapæjurnar sögðu mér í gær frá konu sem hélt erindi á einhverri ferðamálafræðiráðstefu niðri í Háskóla um hvað ungir ferðamálafræðingar væri heimtufrekir og hrokafullir og krefðust hárra launa. Eins var sagt við eina af mínum ferðamálafræðipæju vinkonum í atvinnuviðtali að hún yrði að gera sér grein fyrir því að þetta væri illa launuð kvennastétt og hún gæti ekki krafist hárra launa.
Svo er það unga konan sem vinnur með systur minni, henni fannst bara út í hött að fólk færi að krefjast, var það ekki 200.000, í grunnlaun strax eftir nám í samningum FÍN við ríkið.

Af hverju finnst konum þær, og aðrir, ekki eiga skilið að fá mannsæmandi laun? Af hverju hafa margar konur þá hugmynd að þær eigi að vinna sjálfboðavinnu fyrir fyrirtækin sín? Hvernig dettur þeim í hug að hugsa svona? Miðað við útgjöld heimila í dag duga engin skítalaun og af hverju finnst fólki í lagi að fá laun í hrópandi ósamræmi við húsæðisverð og annað verð, t.d. matvörurverð?

Án þess að ég vilji dæma hópa en þá finnst mér eldri konur eiga þetta svolítið til. Þær virðast margar af einhverjum ástæðum ekki telja sig eiga jafn mikið skilið og t.d. karlar. Þessu þarf að breyta og konur þurfa að standa saman um að krefjast hærri launa. Ekki bara bölsótast út í öfgafulla feminista og halda að þeir vilji vaða yfir allt. Ef það væri ekki fyrir feminista fyrri áratuga værum við ennþá án kosningaréttar, skrúbbandi gólf, ómenntaðar með 10 organdi krakka með hor í nös hangandi í pilsunum okkur, því við mættum náttúrulega ekki ganga í buxum.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heyr heyr Gunnhildur. Eg er alveg innilega sammála þér, algerlega fullkomlega.

4:02 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Enda erum við andlega skyldar.

4:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eins og talað úr mínum munni Gunnhildur. Og já guði sé lof fyrir fremínistana sem komu á undan okkur. Ég væri ekki til í að vera að upplifa þá martröð núna að vera með krakkahóp hangandi utan í mér með hor og skítugar bleyjur, köku í ofninum, bíðandi eftir að karlin komi heim til að láta mig fá pening til að versla og skutla mér í búð því að ég er auðvitað bara heimavinnandi og ekki með bílpróf!!! OOOOJJJJJ ég fæ gæsahúð af því að hugsa um þetta...

12:55 f.h.  
Blogger Thora said...

Já þetta er ótrúlegt, maður trúir varla sínum egin eyrum. Þetta er svolítið algengt hjá konum sem eiga egin menn sem eru í góðum stöðum, og koma frá velstæðum fjölskyldum.
Eins gott að breita þessum hugsunarhætti.

10:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

damn... var að drífa mig of mikið... las ekki alveg allt í hönnunardæminu ... og vissi ekki hvað þú borðaðir oftast... er greinilega ekki búin að vera nógu mikið með þér undanfarið, verðum að bæta úr því!

11:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger