föstudagur, maí 06, 2005

Íslenskar druslur

Íslenskar konur er svo miklar druslur, þær eru jafnvel byrjaðar að sofa hjá 15 ára gamlar. Eða bíddu nú við, þær eru ekki druslur þó þær séu byrjaðar að sofa hjá 15 ára! Eða eru þær byrjaðar að sofa hjá 15 ára? Hverjum erum þær að sofa hjá? Ken og Actionman, hvorri annarri? Eða kannski 15 ára karlkyns druslum? Eða útlendingum? Já þær hljóta að vera að sofa hjá útlendingum því íslenskir karlmenn eru ekki druslur! Þeir sofa ekki hjá fyrr en þeir eru giftir! Það er bara konurnar sem eru lauslátar. Ekki samt allar en þær lauslátu koma óorði á hinar velgirtu! Bölvaðar druslur eru þetta! En hvað með útlensku karlanna? Eru úlenskir karlmenn druslur? Það hlýtur að vera. Þessar bölvuðu íslensku druslur eru að sofa hjá útlenskum hermönnum og sjóliðum í tonnavís á meðan hinir íslensku hreinu sveinar sitja í festum og bíða eftir brúðkaupinu. Það er ekki fyrr en þá sem þeir gefa sveindóminn eftir til druslanna! En hver vill giftast druslu? Enginn íslenskur karlmaður. Hverjum ætla þeir þá að giftast ef allar þessar íslensku eru svona lausgirtar? Þessum tveimur sem biðu eftir hjónabandinu? Það er varla nóg til af hreinum meyjum fyrir alla þessa hreinu sveina! Hvað gerum við þá???

Já þetta er heljarinnar vandamál. Eins gott að Svanhildur fór til Opruh, hún sagði allri Ameríku hvað við erum lauslátar (eða að margra mati) þannig að hreinu meyjar Ameríku get flygst hingað til að giftast hrein sveinunum íslensku. Já þetta er flókið mál.

En að alvöru málsins þá finnst mér ekkert í tali Svanhildar segja að við séum lauslátar. Hún er einfaldlega að svara spurningum Opruh um kynlíf því Oprah vildi fá að vita um kynlíf. Og hvað er slæmt við það að stunda kynlíf utan hjónabands (þ.e. one night stand ef maður er einhleypur) og að það sé ekki tiltökumál á Íslandi að vera einstæð móðir??? Svanhildur sagði ekkert um lauslæti okkar, eða ég get ekki séð það, og af hverju er orðið ,,lauslæti" alltaf notað yfir bólfarir íselnskra kvenna. Þær eru fjandakornið ekki að sofa hjá hvorri annarri endalaust, nema sumar hverjar, þannig að karlmennirnir hljóta einnig að vera ,,lauslátir". Og hvað með það??? Hverjum líður illa yfir samförum ókunnugs fólks??? Hvað með það þó fólk fari heim með einhverjum af djamminu og hvað með það þó að sá hin/hinn sami/sama hafi ekki aftur samband?? Hverjum kemur þetta við í alvöru talað??? Og HVAÐ með það þó að íslenskar konur sofi hjá útlenskum mönnum??? Sú umræða finnst mér eiginlega vera heimskulegust af þeim öllum!!! Er eitthvað sem segir í lögum að við eigum að geyma okkur fyrir ískensku strákana??? Erum við að svíkja íslensku karlmennina ef við sofum hjá útlenskum manni??? Af hverju gerir það okkur að druslum??? Hvað heyrir maður oft umræðun um stelpurnar sem flykkjast niður á höfn með brækurnar á hælunum þegar ítalskt skip leggur að landi?? Alltof oft og hvað með það þó satt sé??? Mega þessar stelpur ekki ná sér í spennandi hjásvæfur ef þeim sýnist svo??? Ef þær eru einhleypar eru þær þá að svíkja hvern???? Helming íslensku þjóðarinnar sem ,,gæti" mögulega hafa fengið á broddinn hjá þeim ef þessir Ítalir hefðu ekki komið til landsins?
Bjánaskapur, við erum frjálsar konur, ráðum yfir okkar líkama og sál eftir 18 ára aldur og megum sofa hjá þeim sem við viljum, þegar við viljum, hvar sem við viljum!!! Sambúð/sambönd og hjónaband er svo allt annar handleggur, enda snýst þessi umræða ekki um giftu/lofuðu konurnar. Hún snýst um ungar, einhleypar, sjálfstæðar konur sem eiga samkvæmt siðareglum afturhaldsins að haga sér eins og nunnur þangað til einhverjum íslenskum ofurlúða sýnist annað. Skamm skamm!

LIFI FRJÁLSAR ÁSTIR - ÁFRAM STELPUR - SOFIÐ HJÁ ÞEIM SEM YKKUR SÝNIST!!!

7 Comments:

Blogger B said...

Lengi lifi íslenskt lauslæti munið bara eftir smokknum!

Og á það jafnt við um konur sem karla.

2:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei nei, sleppum smokknum bara og hrúgum niður lausaleikskrógum...

2:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið til í þessum pistli hjá þér Gvendur minn.. "Lauslæti" er í fínu lagi og kemur engum öðrum við en þeim sem stundar það ef að fólk tekur ábyrgð á sjálfu sér og notar verjur. En mér finnst persónulega það vera orðið vandamál... hmm kannski ekki vandamál en mér finnst það ekki rétt að krakkar niður í 8 bekk séu að stunda kynlíf og finnist það bara ekkert mál. Það sannfærir mig engin um það að 14 ára stelpa sé tilbúin til að stunda kynlíf. Það þarf að kenna þessum ungu konum að bera virðingu fyrir sjálfri sér og sínum líkama og að það er ekki skilda þeirra að sofa hjá strákunum af því að þeir ætlast til þess af þeim...

2:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Einmitt... Krakkar þurfa náttúrulega að gera sér almennilega grein fyrir því hvað kynlíf er og það er nauuuðsynlegt að nota smokka! Klamydía er alveg óhemjuútbreiddur kynsjúkdómur hjá unglingum, smokkurinn kemur nebbla í veg fyrir ýmislegt annað en að gera stúlkur bomm....
En heyr heyr fyrir lauslæti - þ.e. þegar fólk er ekki í sambandi - það hefur ekkert slæmar afleiðingar ef allir aðilar vita hvernig í pottinn er búið og passa sig og sína ;)

3:11 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Já ég er alveg sammála ykkur - auðvitað á að nota smokkinn. Nennti bara ekki að taka það fram:)
Er líka sammála með að ungir krakkar ættu ekki að stunda kynlíf nema í sérstökum tilfellum og í samráði við foreldra (humm hver vill það?) en amk á réttum forsendum. Ekki óþroskaðar unglings stelpur með tvítugum strákum sem þær í rauninni vilja ekki og so on. Virðing fyrir sjálfum sér og öðrum er grundvallaratriði þegar kemur að kynlífi. Þá er allir glaðir, ángæðir og fullnægðir!!!

3:43 e.h.  
Blogger B said...

"Það læra börnin sem fyrir þeim er haft" segir íslenskur málsháttur.

Ég held að það sé ekkert öðruvísi með frjálsar ástir og umræðu um þær í samfélaginu.

11:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég man að ég taldi mig nú alveg tilbúna í kynlíf um 14 ára aldurinn þótt ekki losnaði ég við "bölvaðan meydóminn," eins og ég orðaði það þá, fyrr en seinna. Ég held að það þurfi fyrst og fremst að kenna þeim sjálfsvirðingu (líka strákum)og að kunna að segja nei ef þau vilja ekki gera eitthvað, strákar eru ekkert æstari í einhverja vitleysu en stelpur, en þeir láta líka undan þrýstingi. Svo auðvitað getnaðarvarnir númer 1,2 og 3. Svo þurfa þau nottla að bera virðingu hvert fyrir öðru. Hmm, mér finnst allt sem ég sagði líka eiga við um fullorðið fólk hahaha, fullorðna únglínga.

4:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger