mánudagur, maí 09, 2005

Reunion

Við vinkonurnar vorum að ræða um reunion, eða bekkjarmót eins og það kallast á góðri íslensku, því ein stendur í því að skipuleggja svoleiðis. Við fórum að ræða það hvað fólk virðist oft falla í gamla farið og öll gömlu hlutverkin koma aftur um leið og bekkurinn hittist. Lúðarnir verða aftur lúðar, gellurnar verða aftur gellur, stríðnispúkarnir verða aftur stríðnispúkar o.s.frv. Í grunnskóla gekk allt út á vinsældir og flokkadrætti. Klíkur mynduðust og fólk hópaði sig saman eftir áhugamálum og já líka eftir útliti!!! Amerísku unglingamyndirnar hafa oft margt til síns máls þó þær séu ýktar. Flestir vilja komast út úr þessum hlutverkum sem þeim var skipað í 6 ára bekk, af sjálfum sér og öðrum, og hafa þroskast á jákvæðan hátt. Þeir vilja kynnast þeim sem þeir ekki þekktu þá, eða ekki þekkja þá sem voru bestu vinirnir á þessum tíma. En auðvitað eru einhverjir sem vilja lifa á fornri frægðarsól grunnskólaáranna. Það er svo sem í góðu lagi. Eftir þessar umræður og pælingar, haldiði að ég hafi ekki fengið sent boðsbréf um reunion úr öðrum grunnskólanum mínum. Árgangarnir 78, 79 og 80 ætla að hittast, grilla og hafa gaman. Það er bara frábært og ekkert að því. En það sem ég hef út á þetta að setja er það að stofnuð var heimsíða bekkjamótsins og þar á maður að kjósa sætustu og skemmtilegustu stelpuna og sætasta og skemmtilegasta strákinn, hvern maður telur að mesta hafi orðið úr????, hver manni hafi þótt hverfa???? (skil ekki alveg) og svo á maður að segja hver var leiðinlegasti kennarinn og eitthvað þannig. Mér finnst þetta óskaplega asnalegt og skil ekki alveg tilganginn hjá 25-27 ára gömlu fólki að kjósa fallegasta fólkið og so on. Nóg er um að fólk hafi orðið að þola að vera lúði allann sinn grunnskóla svo þarf að koma með eitthvað svona líka þar sem fullt af fólki á engan sjens í að vinna. Eða æi þið skiljið, þetta er bara bjánalegt og algerlega út úr kú. Jafn heimskulegt og fegurðarsamkeppnir.
Vona að hætt verði við þessa asnalegu kosningu og fólk geti hist þarna á jafnréttisgrundvelli og haft gaman án þess að vera með einhvern meting. Það er svo leiðinlegt að hafa svoleiðis.
Tek það fram að ég skrifaði skipuleggjurunum bréf, er ekki bara að nöldra yfir þessu hérna en segi ekki neitt beint við þær...

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já mikið er ég hjartanlega sammála þér Gunnhildur mín og Bjargey. Þetta er frekar misheppnað eitthvað að vera orðin 25 - 27 ára og vera að kjósa sætustu og skemmtilegustu stelpuna / strákin. Finnst þetta niðurlægjandi fyrir alla aðila. Þá sem að gerðu þessa könnun, þá sem að hefðu unnið hana, þá sem að hefðu ekki unnið hana og þá sem tóku þátt í henni.

6:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott framtak hjá þér Gunnhildur. Þessir liðir hafa verið teknir út úr skoðanakönnuninni sé ég, enda hefur þetta eflaust bara verið vanhugsað hjá skipuleggjendunum.

11:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tíhí - þú hefur náð þínu fram... ánægð með þig!!! enda er þetta fáránlegt... þarna er nákvæmlega verið að halda í þá áráttu sem er á svona reunionum að skipa fólki í sama flokka og það var!!!!

8:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

kv. Þórdís

8:15 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Já það er víst ekki nóg að nöldra bara hver í sínu horni, maður verður að láta í sér heyra. Virkar greinilega. Ég er samt ennþá ósátt við að hafa kennaravinsældarkosningu (spurningin er hvaða kennara hefðir þú rekið) því margir þessara krakka eru kennarabörn eða barnabörn. Reyndar önnur sem tók þátt í að skipuleggja þetta en hún er greinilega með harða skel.

9:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Opið bréf til Gunnhildar

http://www.laugargerdi.tk/

2:25 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Humm ég sé ekkert opið bréf til mín á þessari slóð.

2:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger