föstudagur, maí 20, 2005

Júróvisionkynhlutverkapælingar

Fólk eitthvað orðið ósátt við bloggleysið. Bæti hér með úr því enda margt sem brennur á mér í dag. Hönnun var kosin fyrirtæki ársins af VR félögum í gær. Til hamingju með það! (Ég er ekki í VR - humm).
Við töpuðum í júróvision - anskotans Balkansskagagengi he he. Nei nei auðvitað er þetta engum öðrum að kenna en okkur sjálfum, við verðum bara að gera betur næst. Það þýðir ekkert að kenna öðrum þjóðum um að við getum ekki sigrað. Mottóið á líka að vera með en ekki að vinna. Við verðum bara að koma með almennilegt og áberandi flott atriði næst ef við ætlum að vinna. Lítil þjóð eins og við verður bara að vera best ef hún ætlar að fanga athyglina. Eins og hún Tocara í ANTM, hún hefði þurft að vera lang best ef hún ætlaði að vinna, af því hún er plus size eins og það er kallað. Svona er þetta bara - þýðir ekkert að væla yfir að Austur Evrópubúar kjósi hvorn annan, sumir segja meira að segja að það ætti að skipta þessu í tvennt, austur og vestur!! Halló talandi um fordóma - eða ég veit ekki hvað þetta er?? Mér finnst við bara ekkert hafa átt skilið að vinna þetta þó þetta hafi verið flott hjá gellunum. Alltof týbískt eitthvað. Vantaði líka axlahreyfingarnar sem eru í myndbandinu.

En nóg um júróvision, ætla bara að sleppa því að kommenta á búninginn, hver veit nema maður verði komin í svona buxur eftir mánuð - tískan er áhrifameiri en maður gerir sér grein fyrir.

Ég er upp í Landmannalaugar 13. júní. Úff ég kvíði smá fyrir því. Skrítið að vera föst þarna á sama staðnum í allt sumar. En það verður vonandi gaman. Hlakka amk til að hætta hérna. Fékk samt rosastórt verkefni um álversstaðarval. Ég ákvað samt að halda mig við ákvörðunina mína og hætta, ætla ekki byggja framtíð mína hérna á einu verkefni. Held það fresti bara vandamálinu um nokkra mánuði. Starfsmannastjórinn sagði líka við mig að þetta væri rétt ákvörðun hjá mér og að ég ætti alltaf greiðan aðgang hingað inn aftur. Núna eru allir að segja mér hvað ég sé æðisleg og góður starfskraftur. Aðeins of seint í rassinn gripið, en samt gott að heyra það - vissi það svo sem alveg áður...:)

Fór að hugsa um þessi kven og karlahlutverk um helgina (Já og líklega oftar skilst mér). Litlu frændur mínir fjórir, synir systkina minna létu Gunnu systur raka sig sköllótta (..og Palli líka). Þeir eru voða sætir og miklir gæjar þannig. Litla frænkan, sú yngsta í hópnum vildi líka vera "sköllóttu" eins og hún orðaði það. Hún er þriggja ára og með hár svona rétt niður fyrir eyru. Mamma hennar neitaði því ekkert en Gunna klippikona vildi ekki raka hana og flestir voru sammála henni. Ég skil það alveg og mamma hennar sagði að hún myndi hvort eð er örugglega fara að gráta á eftir. Sú litla skildi hins vegar ekkert af hverju hún mátti ekki láta raka sig sköllótta sem er ekki skrítið því eina ástæðan fyrir því er sú að hún er stelpa. Strákarnir mega vera eins og þeim sýnist en hún á að vera fín og flott með sitt síða fína hár. Svo er verið að tala um að kynhlutverkin mótist ekki af umhverfinu. Bullshit! Risastór þátt af því hvernig við hugsum er vegna skilaboða sem við fáum frá fólkinu í kringum okkur. Auðvitað á þetta eftir að segja henni að hún eigi ekki að gera hvað sem er fyrir útlitið og að það skipti meira máli en að hafa þægilega klippingu yfir sumarið. Hún má ekki - hún er stelpa. Stelpur eiga að vera penar og fínar, strákar mega vera eins og þeim sýnist. En því miður er það líka að breytast. Meiri kröfur er farið að gera til stráka og karla um útlitið. Kannski heldur fólk að jafnrétti felist í því, mér finnst nú að þróunin ætti að vera í hina áttina. Að útlitið skiptir ekki meginmáli, hvort sem maður er karl eða kona.

En svona er þetta líf, eilíf vonbrigði. Nei segi svona ég er ekkert grátandi yfir þessu;)

Heyrumst skvísur og gæjar og munið að vera sæt, falleg og í góðu formi - þá kemur hamingjan ósjálfrátt... ví ha!

4 Comments:

Blogger Thora said...

Það verður svo gaman að fá þig uppeftir, þetta á ekki eftir að vera neitta mál. Við mössum þetta. Það er svo gaman, þrífa klósett rífast við Ítali og svona.
Nei nei, í alvöru þá væri ég ekki að fara í mitt 4 sumar ef þetta væri ekki gaman. Fjallafólk er eðalfólk, get ekki beðið eftir að komast þangað, þá verð ég líka að mestu búin með ritgerðina ;) Það verður ÆÐI.

2:03 e.h.  
Blogger Thora said...

Síðasti dagurinn í dag, til hamingju !!!!
Enjoy it ;)

1:07 e.h.  
Blogger B said...

Hvernig fer fyrir röflinu á bloggsíðunni þegar þú ferð upp í Laugar?

Má maður eiga von á því að þetta leggist af eða þú safnir í heljarinn pistil sem þú svo skellir á netið þegar þú kemur til byggða?

6:31 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ætli maður verði ekki bara að lesa pistla yfir útlendingunum á fjöllum. Þeir verða örugglega voða ángæðir með það. En annars er komin smá bloggleiði í mann svona með sumrinu. Minna að nöldra yfir.

11:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger