miðvikudagur, september 14, 2005

Heimavinnandi húsmóðir

Að vera heimavinnandi húsmóðir er ekkert að gera mig neitt voðalega gráhærða. Ég er ekkert að ærast yfir því að geta skrifað blogg klukkan eitt um nóttu vitandi það að ég þarf ekki að vakna fyrr en mér sýnist sjálfri í fyrramálið. Mér finnst heldur ekkert hræðilegt að vita til þess að þegar ég vakna, ef ég ákveð að gera það, get ég fengið mér að borða, kannski lesið blaðið, horft út í loftið og kannski skriðið bara aftur upp í rúm. Ef ég á að segja alveg eins og er þér er þetta bara hið ljúfasta líf. Ekkert stress að mæta vinnuna og koma þreytt og lúin heim um fimm. Nei nú er það bara heima er best, kíkt kannski í búðir og svona - gefið litlum háskólakrökkum hádegismat og bara haft það næs. Já held að ég mæli bara með því að allir prófi að vera heimavinnandi húsmæður öðru hvoru. Það er fyrirtakslíf.

En svooooo er það hins vegar annað mál! Stelpan getur ekki verið heimavinnandi húsmóðir endalaust, bæði peningalega séð, þó ég hafi nú verið séð og náð mér í fjallmyndarlegan og undurblíðan mann sem í þokkabót skaffar vel, get ég samt ekki setið auðum höndum. Kvenréttindakona eins og ég get ekki verið heimavinnandi húsmóðir - sérstaklega ekki þegar ég er ekki einu sinni MÓÐIR! (Látum það vera þó ég verði það seinna í fullri vinnu sem móðir Páls Páls míns en ekki núna).
Ég verð að finna mér vinnu. Ég verð að finna mér vinnu vegna þess að A: Ég þarf á peningum að halda. B: Ég þarf að koma mér áfram á þessum blessaða vinnumarkaði. C: Ég eyði alltof miklu þegar ég er heimavinnandi húsmóðir. D: Öllum finnst að ég eigi að fá mér vinnu. (léleg afsökun - eða hvað???) E: Ég stend mig ekki nógu vel sem heimavinnandi húsmóðir og er í rauninni bara atvinnulaus...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

1:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

1:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

A what now!?!

8:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger