föstudagur, júlí 01, 2005

Tilgangurinn helgar meðalið, eða...?

Hef komist að því í gegnum árin að brjóstahaldarar eru svo margt annað en brjóstaHALDARAR. Mörg brjóst þurfa alls ekki á því að halda að vera HALDIÐ uppi eins og HALDARARNIR gefa tilefni til. Eftir margskonar fyrirgrennslan, kannanir og skoðanir hef ég sem sagt komist að þessari niðurstöðu. Hlutverk brjóstahaldarans er nefninlega margþætt: Í fyrsta lagi er hann haldari, ekki skal ég neita því, en margt annað kemur til. Á unglingsárunum þegar við konurnar byrjum að nota haldarann er hann tákn um kynþroska, eins konar stöðutákn. Þær stelpur sem fyrstar eru til þess að nota brjóstahaldara eru mestu gellurnar. Með tímanum fara flestar konur að nota haldara og má segja að þeir séu einnig kynþokkatákn. Flottur brjóstahaldari er tákn um kynþokka og glæsileika, burt séð frá því hvort brjóstin séu flottari án hans. Konur metast jafnvel sín á milli um gæði og glæsileika haldarans, verð og fleira. Þannig að haldarinn er bæði orðinn kynþokkatákn og stöðutákn, ríkustu konurnar eru í flotturstu og dýrustu höldurunum. Við skoðum nefninlega nærföt hvorrar annarrar, bæði vinkonur og ókunnugar konur í búningklefum.
Svo er það snið, litur og stíll einnig hluti af þessu. Kona velur sér haldara eftir smekk, útliti, stærð brjósta og þar fram eftir götunum. Kannski er hægt að greina persónuleika eftir sniði, lit, efni og fleiru. En jafnframt þessu öllu er brjóstahaldari siðsemistákn. Jafnvel aðalega því að fæstir sjá jú haldarannn. En fólk sér örugglega ef hann vantar. Að vera brjóstahaldaralaus er nefninlega tákn um ósiðsemi. Að láta geirvörturnar skaga út úr blonum/peysunni er ekki vel liðið af samferðafólki, ja jú kannski af sumum körlum, en jafnvel þó að þeim líki það þá fara þeir einnig hjá sér við að sjá kveikt á báðum ljósum. Við konurnar verðum einnig feimnar við að vera brjóstahaldaralausar og kunnum fæstar við að fara þannig út fyrir hússins dyr, sérstaklega ekki ef það er augljóst að haldarann vanti.
Sem sagt (verð að hætta vegna tímaskorts) er brjóstahaldari spurningin um siðferði, kona án brjóstahaldara er ósiðsöm og lætur fólk fara hjá sér ásamt því að fara sjálf hjá sér.
góða helgi.
Verð í bænum fram á næsta fimmtudag en er þá alfarið farin á fjöll. Ekki gráta of mikið úr söknuði elskurnar.

2 Comments:

Blogger B said...

Brjóst eru eins og Pizza....alltaf góð en maður verður að taka þau úr umbúðunum til að njóta þeirra.

5:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja á ekkert að fara að koma niður af fjöllum svona fyrir veturinn?

3:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger