þriðjudagur, september 20, 2005

Ýkjusögur úr sveitinni

Er komin heim til mín aftur eftir - ja spes helgi í sveitinni. Þrátt fyrir að vera alin upp í sveit og hef svo sem talið mig vera meiri sveitakellingu en margur, fékk ég hálfgert menningarsjokk um helgina. Já svei mér þá! Ég fór í leitir - en ekki til að smala, nei ég fór sem ráðskona undir STYRKRI stjórn móður minnar sem var að fara í sínar fimmtándu leitir sem ráðskona. Ég dvaldi alla helgina í leitarkofanum við Hítarhólm og smurði nesti handa leitarmönnum og hrærði í kjötsúpupotti. Við mamma vöknuðum klukkan 05:30 báða morgnanna og elduðum hafragraut í liðið og lögðum á borð. Ekki beint minn uppáhaldstími. En nóg um það, að menningarsjokkinu: Karlamenning get ég sagt ykkur. Þvílíka karlamenningu hef ég sjaldan upplifað, en hef ég þó tvisar sinnum komið til Tyrklands!!!! Í leitinum er ekki aðalmálið að leita að fé, ó nei, í leitinum er aðalmálið að vera sem fyllstur í sem lengstan tíma, röfla sem mest og vera KALLAlegur. Já, já maður þarf að vera mikill svona kall - ,, aaa má ekki bjóða þér sjússs aaaa, ummm rop , helvíti gott maður". Í leitinni voru 24 leitarmenn og af þeim voru 4 konur, eða stelpur. Tuttugu karlar, allt vaðandi í pungsvitafýlu og brennivínslykt, hrotum og hetjusögum, táfýlu og hafragraut og kjötsúpu. Þarna gildir enginn aumingjaskapur, þarna eru menn fullir frá því klukkan fimm á föstudegi fram á mánudagskvöld þegar búið er að reka heim úr réttinni. Það er farið með vískípelann með sér á fjöllin, og kannski tvo bjóra í hnakktöskuna til öryggis. Svo er fengið sér slurk þegar komið er tilbaka og fleiri til eftir kjötsúpuna. Vakað fram eftir nóttu, vaknað klukkan sex og fengið sér sopa sem er kannski skilað út við vegg með hafragrautnum, lagt af stað aftur og aftur tekinn með viskípeli og einn bjór til. Komið tilbaka - safnið rekið niður í rétt og þar hitta hetjurnar konurnar sínar og börnin smá, uppgefnar eftir drykkju og svefnleysi - en endurnærðar á sálinn eftir góða útiveru á fegursta afrétti landsins??? Svo er sungið og fengið sér annan sopa og áfram fram á aðfangadag - þá verður líklega allt komið í hús og eiginkonurnar geta andað léttar og karlapungarnir látið renna af sér!!!!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

12:29 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Arrg getur einhver sagt mér hvernig ég losna við svona óþolandi ruslcomment????

12:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei... hef bara aldrei séð svona áður! :S Sorry Hehe..

12:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Og mig sem hefur alltaf langað til að prófa að fara í leitir, ekki það að kona með krafta í kögglum ræður ábyggilega við svona durta. Ég er allavega viss um að þú hafir staðið þig vel og getað sýnt þeim í tvo heimana ef þeir hefðu ekki hagað sér vel.

Veit ekki hvernig þú kemur í veg fyrir kommentið en þú getur strokað það út þegar þú er skráð inn með því að ýta á ruslafötuna fyrir neðan það.

9:11 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Takk kraftakerling, ég hafði ekki hugmynd um hvernig maður gerði þetta. Vonandi á þessum ofsóknum eftir að linna í bráð, kann ekki alveg við svona.

1:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Klukk :)
http://www.blog.central.is/stine

7:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger