miðvikudagur, október 05, 2005

Andlausi eyminginn á leið til Istanbul

Gífurlegt andleysi á sér stað þessa dagana - er á leið til Tyrkjaveldis á hinn daginn, eða eiginlega á morgun því klukkan er næstum eitt eftir miðnætti.
Kannski ég geti sagt einhverjar skemmtilegar sögur þaðan þegar ég kem heim. Núna er það bara heiladá og vanvirkni. Treysti tyrknesku köllunum 100% til að sjá um góðar sögur fyrir mig. Kannski ég kíki bara í heimsókn á Ástarfleyið - það verður víst á sömu slóðum og við. Það væri nú saga til næsta bæjar og gott bloggefni fyrir letibloggara.
Jæja ætla að hunskast í bólið og vakna eldhress í fyrramálið og pakka niður öllum sexý bikíniunum mínum. Svo verður bara hellt kokteil í kallin með brjóstaskorunni eins og í gamla daga. Ætti nú að fara létt með það, enda meðlimur í stórubrjóstaferðafélaginu og jeppaklobbafélaginu, sjá nánar hér.

Góða ferð segiðið - Takk fyrir það og hafið það gott kæru lesendur.

TyrkjaGunnsa kveður að sinni.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun og góða ferð skutla. Það er örugglega best að þú farir ekki á Ástarfleyið því þú mundir bara eyðileggja allt fyrir hinum stelpunum sem þar eru, þótt þú eigir kærasta. Þú ert ekki í stórubrjóstafélaginu fyrir ekki neitt!

9:19 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Seeeegðu..;)

11:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir síðast..það var voða gaman að hitta ykkur allar í gær

3:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger