miðvikudagur, október 19, 2005

Komin heim

Jæja þá erum við komin heim en Palli farinn aftur frá mér, upp á fjöll eins og vanalega.
Ég er bara heima hálflasin og þreytt eitthvað, vaknaði klukkan hálfsjö í morgun og gat alls ekki sofnað aftur, hef svo sem ekki átt við það vandamál að stríða fyrr.
Ætla bara að hafa það ógeðslega gott í dag, er að elda mér pasta og svo er planið að leggjast upp í sófa og horfa á fyrstu seríuna af beðmálunum sem sjónvarpskonan Bjargey tók upp. Nenni ekki að taka upp úr töskunum strax, eða þ.e. fötin upp af stofugólfinu því þau lentu eiginlega þar í gærkvöldi þegar ég var að sýna Bjargeyju allt.
Núna er því bara leti, heyrumst.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

velkomin heim, ég vona að það þú sért bara endurnærð eftir þessa ferð og hyggir á fleiri ferðalög í nánustu framtíð ;-)

9:05 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Já já það er planið, ætti ekki að vera mikið mál að skreppa til Akureyrar þegar maður er búin að sitja í rútu í 14 tíma á leið til Istanbul. Úff það var hell! (með matareitrun á byrjunarstigi í þokkabót, ekki gott)

12:37 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

p.s. man að mig dreymdi þig í nótt en ekki alveg hvað það var.

12:37 e.h.  
Blogger B said...

Þrjár ferðir til Tyrklands og þrjú tilfelli af matareitrun.

Þið ætlið greinilega ekki að læra það að kaupa ekki kjúklingaborgara aftan úr sendibíl frá náunga sem heitir Achmed.

Gaman að fá ykkur heim og takk fyrir afmælissímtalið vona að það hafi ekki sett þig á hausinn he he ;)

7:08 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ég fékk ekki matareitrun í fyrrra og þessi var bara væg - konan er nú orðin öllu vön og satt að segja lítið að kaupa götukebab. Maður leggur nú ýmislegt á sig fyrir góðar stundir í Tyrklandi.

12:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim

12:55 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Takk fyrir, hlakka til að sjá þig og ykkur allar í næsta saumó.

1:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger