föstudagur, október 28, 2005

Ekkert markvert

Sökum óveðurs kemst karllufsan mín ekki heim og í staðinn sit ég uppi með bróður minn. Hver vill skipta á kærasta og bróður? Þó bræður séu í sjálfum sér ágætir. Við erum því bara hérna heima að lufsast, örkuðum út í vonda veðrinu að ná okkur í pizzu á jeppanum mínum. Hann komast sko alla leið og tilbaka. Við örkuðum sem sagt bara út í bíl. En það var nú alveg nógu langt ark. En mig langar að fá Palla heim - heyrir þú það Páll, komdu þér heim! (en ekki samt fara út í vonda veðrið og týnast, þá verð ég voðalega leið).

En núna man ég að ég á alveg eftir að segja ferðasöguna frá Tyrklandi. Humm það var rosalega gaman, rólegt og notalegt. Nema í Istanbul þá var ekki mjög rólegt því við fengum smá verslunarmaníu og vorum orðin svo þreytt, sérstaklega ég, að við rétt meikuðum að koma okkur heim á hótelið. En við fórum oft út að borða hinn dámsamlega tyrkneska mat eins og sést hér:





Þarna erum við að borða á veitingastaðnum sem bróðir Erols svila míns vinnur á.


Fyrir utan það að borða og versla lágum við í sólbaði og drukkum kokteila: (Vonandi fer þessi nektarmynd ekki fyrir brjóstið á neinum).








Svo gerðum við einnig mikið af því að geifla okkur framan í lítið kríli, sem mér því miður tekst ekki að setja mynd af inn, það fraus allt. En geri það kannski næst.

Svo náttúrulega hugsuðum við um fátæku börnin í Afríku og fengum okkur annan kokteil...


Var þetta ekki góð ferðasaga?

Tú tú...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var brilliant ferðasaga, stutt með aðalatriðum, hlakka til að heyra lengri útgáfuna

1:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger