mánudagur, október 24, 2005

Er kvenkyn neikvætt?

Verður starfsheitið mikilvægara og virðulegra ef það er í karlkyni??? Sbr. hjúkrunarkona er núna orðið hjúkrunarfræðingur, skúringakona er orðið ræstitæknir, tala nú ekki um að aldrei yrði jafn háttsett starf eins og ráðherra sett í kvenkyn. Valgerður Sverrisdóttir Iðnaðar - og viðskiptaráðfrú. Held nú ekki! En mig rak sem sagt í rogastans um helgina þegar framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands var að tilkynna um nýjan fóstra á Skagfjörðsskála í Langadal. Það er nefninlega þannig að allir skálar hafa fóstra. Fóstri er karl sem sér um viðhald skálans sem hann fóstrar. Skagfjörðsskáli fékk nýlega nýjan fóstra sem vill svo skemmtilega til að er kona. En konan er ekki FÓSTRA nei hún er fóstrI!!!! Er það ekki svolítið furðulegt? Er þetta orð fóstri/fóstra, ekki bæði til í karlkyni og kvenkyni????? Af hverju er ekki bara notað þetta gamla og góða orð fóstra þegar það þýðir nákvæmlega það sama og fóstri en segir okkur að sú sem fóstrar er kona???

Ég skammaði náttúrulega framkvæmdastjórann fyrir þetta seinna um kvöldið, þegar ég var komin ágætlega í glas, he he, og hann var nú reyndar bara alveg sammála mér - en hann hafði bara ekki hugsað út í þetta. Held reyndar að það verði svolítið erfitt að breyta þessari ,,málfarsvenju" hjá félögum í Ferðafélaginu sem er ákaflega karllægur félagsskapur, en ég ætla nú ekki að dæma strax og vona að svona ,,hugsunarleysi" sé á undanhaldi.

En allar konur landsins - TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN !!!! Víhú áfram stelpur!!!
Ég trúi eiginlega ekki að þetta sé að gerast - og ég tók engan þátt í að skipuleggja þetta, það er actually feminísk bylgja í gangi og ég er ekki lengur ein af fáum með þessar skoðanir. Ví hú en ég ætti náttúrulega að vera duglegri að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að nöldra bara. Mæti í dag í hlýjum fötum og hef hátt. Hlakka til að sjá ykkur allar og alla strákana sem styðja okkur.

Gleðilegan kvennfrídag
Gunnhildur feministi sem er MJÖG stolt af því - líklega aldrei verið stoltari en í dag!!!!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oh, mikið öfunda ég þig af því að hafa komist í bæinn kona! Mig langaði ekkert smá:S En sat hjá tannsa á meðan allar þessar frábæru konur létu sjá sig niður í bæ. Er nokkuð stolt í dag að vera kona:)
Girl power!

12:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger