þriðjudagur, október 25, 2005

Kvennafrídagurinn er í dag

Dagurinn í dag var frábær, hefði samt mátt halda fundinn mikla á Lækjartorgi í staðinn fyrir á Ingólfstorgi því það var einfaldlega of lítið. Skammir til þeirra sem vildu ekki stoppa strætóumferðina fyrir 50 þúsund konur og karla:(

Í tilefni dagsins verð ég að tala aðeins um kvenréttindamál og vil ég sérstaklega beina þessum skrifum til karlmanna. Þetta eru smá skammir til þeirra en ekki samt verða sárir, vil bara aðeins láta ykkur pæla í þessu. Vona bara að það lesi einhverjir karlar þetta blogg, og þið fáu sem það gerið látið vini ykkar vita af því.

En þannig er mál með vexti að oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hef ég lent í rökræðum við karlmenn um feminisma (hver hefði trúað því???) og oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hef ég fengið þau rök GEGN kvenréttindabaráttunni að karlar verða fyrir algeru misrétti þegar kemur að forræði yfir börnunum. Þeir segja þá oft eitthvað á þessa leið: ,,En hvað með forræði, þá hefur konan algerlega réttin sín megin jafnvel þó að ég sé miklu betri faðir"?
Já segi ég, það er ömurlegt og mér finnst algerlega óhæft að konur fá nánast undantekningarlaust forræði yfir börnunum við skilnað án tilliti til hæfni (nema þær hafi gert eitthvað rosalegt af sér).

EN!!! Það breytir því samt ekki að við höfum fullann rétt á því að berjast fyrir því sem hallar á okkur, launamuninum, kynferðislega ofbeldinu og öllu hinu sem eftir á að laga! Stundum hef ég það á tilfinningunni að karlar séu að segja við mig að við tjellingarnar eigum bara að sitja og bíða eftir því að það verði búið að koma öllum málefnum karlanna í höfn, að þeir njóti allra þeirra réttinda sem þeir eiga rétt á og þá fyrst megum við byrja að rífast. Eins og við höfum engan rétt á því að tala um misrétti af því að það hallar á þá að þessu leyti.

Mér var ekki kennt að bíða eftir því að fá mér að borða þangað til bræður mínir væru búnir og hef ekki hugsað mér að byrja á því núna! Við getum alveg borðað saman!

8 Comments:

Blogger Gunnhildur said...

Allur þessi þráður http://www.feministinn.is/umraedur/viewtopic.php?t=765 er til dæmis gott dæmi um svona málflutning.

3:51 e.h.  
Blogger B said...

Við borðum nú oft saman kynin en það er nú samt ansi oft karlinn sem situr uppi með reikninginn fyrir máltíðinni :)

5:10 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

5:15 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Kemur það þessu þannig við B. að vegna þess að karlar borga oftar matinn, að það þarf að laga áður en við förum að rífast yfir hlutum sem skipta okkur meira máli eða...? Mér er spurn kæri minn.

5:25 e.h.  
Blogger B said...

Þetta var greinilega misheppnuð tilraun til húmors mín kæra.

Ég bið formlega afsökunar á þessum lélega húmor. Ég verð að reyna að semja skemmtilegri húmor í jafnréttisbaráttuna.

7:31 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Já þessi húmor virkar ekki alveg hérna hjá frekjunni.
En svona fyrir ykkur karlana sem verðir fúlir yfir þessum pistli þá hef ég líka lent í svona umræðu við konur - og það finnst mér agalega leiðinlegt.

12:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er nú einn þeirra sem hef lennt í skemmtilegum og líflegum umræðum við þig um jafnrétti kynjanna. Ég þakka fyrir þær stundir. Ég er með öllu sammála þér og svo mörgum öðrum að kynferðislegu og öðru kynbundnu ofbeldi verður að linna, en svo kemur að atvinnumálum...

sömu laun fyrir sömu vinnu? jú svo sannarlega

ráðið í vinnu með tilliti til hæfni, áræðanlek, útsjónarsemi og vinnuvilja en ekki af hvaða kyni þú ert? jú svo sannarlega


en það er samt eitt og annað sem ég hef að athuga við baráttu (aðallega) kvenna.

það er nú einusinni þannig að kounur eru ekki eins gerðar og við karlar, og það á ekki bara við um dinguldanglið sem hangir framaná sumum en ekki öðrum, ég held að konur hafi ekki sömu hugmyndir og karlar þegar kemur að lífsgæðum, og hvað það er sem veitir þeim lífsfyllingu og aðra almenna andans fró.

settar hafa verið fram staðreindir eins og að kona hafi aldrei verið biskup eða forsætisráðherra. Jú í fyrstu getur þetta sýnst afskaplega óréttlátt en þegar við skoðum hvað konur hafa mikið sóst eftir því að komast í þessar stöður þá held ég að annað komi í ljós.

Svo hafa femínistar verið ötulir talsmenn kynjakvóta, en það þykir mér afskaplega vond hugmynd afþví að ég er fylgjandi jafnrétti, og eins og kom fram hér að ofan þá er ég fylgjandi því að ráðið og kjörið sé í stöður eftir hæfni en ekki kynferði, og ef að settur er upp kynjakvóti þá erum við að ráða eftir kynjum... ekki satt?

það eru fleiri dæmi, en það er varla að maður þori að setja þau fram, því að þegar maður hefur gert það þá hefur verið í mann hreytt orðum eins og illmenni, mannhatari og remba

ég tel mig ekki vera rembu, ég verð bara ekki var við þetta ótrúlega misrétti sem talað er um, kanski afþví að ég er með tippi... og það misrétti sem ég verð var við þykir mér ganga á karlmenn líka.


en ég er ekki fúll yfir þessum pistli, ég held bara að þið séuð stundum aðeins á rangri braut, þið hafið það ekki svona hrikalegt.

3:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég berst fyrir jafnrétti ekki kvennréttindi! Mér finnst að konur og karlar eigi að berjast sameiginlega fyrir jafnrétti! Afhverju berjast feministar ekki fyrir jafnrétti? Ég er ekki feministi ég er jafnréttissinni!

12:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger