laugardagur, janúar 28, 2006

Loksins krakkar mínir

Ég er komin með vinnu! Til hamingju ég! Var einhver að halda því fram að ég væri iðjuleysingi? Vinnan mín er hjá Reykjavíkurakademíunni sem er ógeðslega kúl samfélag sérvitra fræðimanna, eins og framkvæmdastjórinn orðaði það. Ég byrja 1. febrúar og hlakka bara svolítið til. Ég veit hins vegar ekki alveg hvað starfið mitt heitir ennþá, ég er ekki búin að fá titil en ég sé um daglegan rekstur og skrifstofuna. Þetta er 50% starf sem er mjög gott þar sem ég er í skóla líka en samt er ég að hugsa um að fá mér aðra vinnu og er eiginlega komin með hana líka. Hún er á kvöldin en ég veit ekki alveg hvað ég geri.
En núna ætti ég að vera að læra en ekki blogga þannig að ég segi bless, vildi bara láta ykkur vita svo þið farið ekki að halda ég mér sé ekki viðbjargandi og ég ætli bara að lifa á kallinum mínum það sem eftir er ævinnar.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju mín kæra. En er það ekki Reykjavíkur Akademían?

12:22 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Hemm jú auðvitað á þetta að vera Reykjavíkur Akademían, eins gott að tilvonandi vinnuveitendur mínir sjái þetta ekki, breyti þessu í snatri.

1:45 e.h.  
Blogger dísella said...

Innilega til hamingju með nýja starfið/ nýju störfin !

4:00 e.h.  
Blogger B said...

Til hamingju með þetta allt saman, er viss um að þú átt eftir að pluma þig vel þarna.

Svo getur maður farið að kíkja til þín og biðja þig um að redda sér rannsóknarstyrkjum.

Er strax kominn með hugmynd að góðu verkefni sem krefðist mikillar vettvangsvinnu, "Breytt drykkjumenning Íslendinga á nýrri öld: Sukkarar og svín eða dannaðir drykkjumenn."

12:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger