föstudagur, janúar 27, 2006

Skíðahommarnir komnir heim.

Bloggletinginn ætlar að reyna að endurnýja bloggið sitt enn á ný og halda sig við það, ég er alltaf að hugsa upp eitthvað sniðugt að skrifa þegar ég er að fara að sofa á kvöldin en sjaldnast ratar það á tölvuskjáinn.

Helst í fréttum er að við Palli skruppum til Þýskalands og Austurríkis í viku, komum heim í gær. Skelltum okkur á skíði og ég get sagt ykkur að ég kom sjálfri mér á óvart. Þegar ég var lítil (ennþá minni) gat ég ekki með nokkru móti haldið jafnvægi á skíðum, ekki staðið í halla, ekki stoppað, ekki beygt og alls ekki rennt mér. Enda voru skíðin sem ég prófaði yfirleitt tvöföld mín lengd og ekki með nokkru móti hægt að hafa stjórn á þeim. Í dag hins vegar eru komin á markaðinn svökölluð carving skíði (held þau heiti þetta) og eru þau þeim frábæra eiginleika gædd að vera styttri en ég og þar af leiðandi mun viðráðanlegri en gömlu yfir tveggja metra löngu Varmalandsskíðin. Ég gat sem sagt haldið jafnvægi og rennt mér smá og haldið jafnvægi svona meirihluta dagsins. En ég segi nú ekki að ég sé á leið á Ólympíuleikana, þarf aðeins að auka hugrekkið og ást á adrenalíni. Er alveg laus við jaðarsportsáhugann. Hef alltaf verið óskaplegur gikkur í öllu svona hættulegu. Það kemur hins vegar vonandi með æfingunni og betri stjórn á skíðunum.
En Austurríki er ótrúlega fallegt land, fjöllin rosalega há og snjórinn helst kyrr á sínum stað, fýkur ekki bara í skafla og á bílrúður eins og á Íslandi.

Jæja en nóg í bili, þetta er alla vega byrjunin, vonandi verð ég duglegri að skrifa á næstu dögum. En núna er það raunveruleikinn sem tekur við, lærdómur og atvinnuviðtöl vonandi (krossa fingur), Palli farinn austur á Kárasmjúka og fullt af þvotti sem þarf að þvo. Nóg að gera.

Myndir í lokin af skíðagúrúunum miklu:


Ég og Árni vinur hans Palla sem dró okkur í skíðaferð með fjórtán tíma fyrirvara, eða voru þeir fimmtán??? Þetta er eina myndin af mér á skíðunum fyrir utan video sem ég ætla ekkert að sýna, þar lít ég út fyrir að vera miklu lélegri en ég var. En er ég ekki pró?

Humm er að reyna að setja inn fleiri myndir en það virðist ekki ganga í bili. Reyni síðar.


3 Comments:

Blogger Thora said...

Magnað mar, já Austurríki er alveg ofsalega fallegt land, mögnuð fjöll.
Þú lítur ros pró út, ekki spurning, en langar að sjá videoið :)
Velkomin heim.
Kv Þóra :)

11:11 f.h.  
Blogger dísella said...

Ohh ég hefði verið til í að koma með. Ég fékk snjóbretti í jólagjöf, bíð eftir snjónum í fjöllin svo ég geti prófað brettið.

12:07 e.h.  
Blogger dísella said...

Ohh ég hefði verið til í að koma með. Ég fékk snjóbretti í jólagjöf, bíð eftir snjónum í fjöllin svo ég geti prófað brettið.

12:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger