þriðjudagur, mars 14, 2006

Helvítis tjellingarnar...

Muniði eftir því í gamla daga þegar konur voru að fara út á almenna vinnumarkaðinn? Þegar karlar náðu ekki upp í nef sér af hneykslun yfir að konurnar ætluðu að svíkja landið og eiginmennina, börnin og pottana og yfirgefa heimilið. Alþingismenn töluðu um blómið konuna og neituðu að veita konum læknaleyfi á þeim forsendum að þær gætu ekki riðið ár og vötn, hríðarbyli og storma í læknavitjanir. Mogginn upphaf hina heilögu móðir og húsfreyju sem uppalanda næstu kynslóðar og umræður um yfirburði karlmannsins sem skynsemisveru voru í hávegum hafðar.

Talið er að þetta hafi haft gífuleg áhrif á jafnréttisbaráttuna til hins verra. Jafnvel að þetta hafi verið gert af yfirlögðu ráði til að halda konum niðri og tryggja stöðu karlmanna í þjóðfélaginu, og hefur það að vissu leyti tekist - en sem betur fer ekki að öllu.

Samsvörun í nútímanum, sem er tilgangur þessara skrifa, eru viðbrögð danskra fjölmiðla við útrás nokkurra Íslendinga (helvítis tjellinganna) í Danmörku og víða. Svo virðist sem Danir séu markvisst að halda Íslendingum niðri, að níða þá og tortryggja til þess eins að tryggja sína eigin stöðu og koma í veg fyrir frekari áhrif íslenskra viðskiptamanna í Danmörku? Fjölmiðlar hafa enga trú á þeim, telja að þetta sé bóla sem eigi eftir að springa fljótlega, gera grín að þeim en hræðast þá kannski undir niðri. Taktík sem hefur virkað og mun líklega alltaf virka þó auðmennirnir segjist hvergi hræddir og muni halda ótrauðir áfram. Núna eru þessi minnihlutahópur, íslenskir auðmenn í sömu stöðu og konur hafa verið í svo öldum skipti, það er ekki tekið mark á því sem þeir hafa fram að færa, þeir eru tortryggðir, aðrir taldir betri til verksins o.s.frv.

Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að það væri ráð að senda alla karlmenn í útrás til Danmerkur, þá myndu þeir kannski fatta hvernig það er að vera kona!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góður pistill skvís:) Ég er byrjuð á myndunum frá þér... er bara eitthvað löt þessa dagana:/ er að fara að flytja suður og heimta langt kaffihúsaspjalla þegar ég er komin í sorann í höfuðborginni;)

2:19 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Takk fyrir það, já og líka takk fyrir myndirnar, hlakka til að sjá þær.
Líst vel á að fá þig í höfuðborgina. Það verður örugglega ekkert erfitt að fá mig í kaffihúsaspjall, ég get alveg talað og jafnvel drukkið kaffi!

4:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já en hvað hefurðu fyrir þér í því að danir hafi ekki trú á íslenskum fjárfestum?

Mér finnst þeir bara vera agalega uppteknir af þessu og taka þeim með opnum örmum, annars fengju þeir ekki að kaupa svona mikið. Og jú Bágúr hefur snúið rekstir Magasin Du Nord úr taprekstri og þá eru Danir glaðir!

11:25 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Það er búið að vera í fréttunum hérna heima, sýndar forsíður úr dönsku blöðunum þar sem talað er um að Danir séu alltaf eitthvað að nöldra yfir þessum Íslendingum.

En það getur nú verið blásið upp eins og annað!

2:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger