föstudagur, febrúar 23, 2007

Pabbi og ég

Ég sendi pabba sms í gær sem hljóðaði svona:

,,Loksins höfum við sameinast sem skoðanabræður og systur; bændur og feministar.
Áfram Bændasamtökin!"

Ég fékk þetta tilbaka:

,,Haraldur vill verja landið,
með Vilhjálmi og Geira.
Ekkert verður uppistandið,
illt er þetta að heyra!"

Þetta var náttúrulega í tilefni af þessari frétt.

Við erum fyndin við pabbi, kannski gamaldags en fyndin engu að síður!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hehe þið eruð töff, það er töff að vera gamaldags ;)

Ég segi nú bara til hamingju bændur og feministar! Frábært að þessi ráðstefna verður ekki hérna.

1:25 e.h.  
Blogger Thora said...

Snillingar :)

1:33 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Ha ha já en samt er þetta svo hrikalega fyndið, allir svo heilgar af þeir vilja ekki "svona fólk" til landsins. Meira að segja borgarstjórinn sem kennir sig við frelsi einstaklingsins. Hrænsarar.

En ég er ánægð með Bændasamtökin, sá Ísland í dag í gær þar sem var talað við formanninn, hann stóð sig vel og sagði bara Já, ég lét undan þrýstingi, skammaðist sín ekkert fyrir það.

1:35 e.h.  
Blogger Thora said...

Bændasamtökin geta þetta, en það er reyndar mannréttindarbort að banna þeim að koma til landsins. Fór að hugsa það um daginn, frétti að framleyðandi klasasprengja væri að koma tl landsins til að veiða og skemta sér. Ég vill hann ekki til landsins, frekar vil ég klámhunda.

4:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger