þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Fyrst ég er byrjuð

er eins gott að halda bara áfram.

Er ekki spurningin um að skrifa um Latabæ? Ég hef hatað Latabæ síðan ég horfði á leikútgáfuna af Glanna og Latabæ í flugvél á leiðinni til Íslands fyrir nokkrum árum. Mér fannst fólkið í Latabæ vitlaust og áhrifagjarnt með engar sjálfstæðar skoðanir. Íþróttaálfurinn hafði betur í að vinna bæjarbúa (sem voru bara börn og bæjarstjóri) yfir á sitt band af því að hann var snjallari en klaufinn Glanni glæpur. Ekki af því að hann hafði eitthvað betra til málanna að leggja. Þannig að hversu góður sem boðskapurinn var, sem Íþróttaálfurinn hafði fram að færa, kom það ekki fram í leikritinu. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að þetta er illa skrifað frekar en að boðskapurinn sem slíkur sé slæmur. Svo er það aftur annað mál hvort börn eigi að vera sífellt upptekin af því sem þau borða. Ættu foreldrarnir ekki að vera uppteknir af því sem börnin borða, þeir kaupa jú í matinn! Og er ekki nóg að nánast allar konur og margir karlar þjáist af krónísku samviskubiti yfir að borða? Það liggur við að ég sé komin með samviskubit yfir að fá ekki samviskubit yfir að borða, svo mikið er samviskubitið. Ég veit um strák sem tók 50 armbeygjur eftir að hafa borðað snakkpoka með fjölskyldunni á nammidegi, hann var 9 ára, og um afmælispartý sem endaði í gulrótarpakka því enginn vildi missa latabæjarstig eða hvurn fjandinn sem það var.

En hvað veit ég, ég er bara barnlaust grey sem ekkert veit um heiminn, eða þannig, hefur maðurinn aldrei heyrt minnst á brjóstaþoku????

8 Comments:

Blogger B said...

Brjóstaþoka, hvers konar þoka er nú það?

Ég hef aldrei lent í slíkri þoku (hljómar samt ekki illa ).

7:50 f.h.  
Blogger Thora said...

Já nákvæmlega sammála, sko ekki þér b samt.
En eins og með Latabæ, Sigga sæta sem finst sælgæti alveg ofboðslega gott er hrikalega vitlaus, er ekki bara verið að sega að þeir sem éti sælgæti og séu feitir séu vitlausir ?
Bæjarstjórinn stígur nú ekkert í vitið heldur og hann er feitur, þeir sem eru mjóir eru klárir, saman ber Magga mjóa, var hann ekki rosa klár í að gera við og allskonar svoleiðis rugl.
Það er verið að setja alla í sama mál, og það er bara eithvað sem mér líka ekki.

8:24 f.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Brjóstaþoka, kemst að því eftir einhver ár...

Já feitir eru vitlausir, mjóir og sætir klárir. Boðskapur Latabæjar.

9:28 f.h.  
Blogger B said...

Ha ha ég gúglaði þetta og nú veit ég hvað þetta er (tók mig ekki mörg ár eins og þú spáðir).

Ég er svo klár hins vegar er það bara tilviljun að ég sé líka mjór og sætur.

7:40 e.h.  
Blogger B said...

Ha ha ég gúglaði þetta og nú veit ég hvað þetta er (tók mig ekki mörg ár eins og þú spáðir).

Ég er svo klár hins vegar er það bara tilviljun að ég sé líka mjór og sætur.

7:40 e.h.  
Blogger B said...

Úps ég er greinilega ekki svo klár þar sem kommentið mitt kom inn tvisvar!

7:41 e.h.  
Blogger Hilmar said...

Eigum við ekki bara að senda Lataæ til Afríku kannski fólkið þar læri þá að borða eitthvað hollt;)

10:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vó, maður dettur hér inn af rælni og það eru alveg tvö blogg og þið Berglind elskið hvor aðra, það er aldeilis að færast fjör í leikinn. Vissi alltaf að þið væruð gay!

9:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger