fimmtudagur, júní 21, 2007

Toppmodel

Draumur minn um að verða ofurfyrirsæta hefur loksins ræst.

Grafíski hönnuðurinn og listakonan BLIND á heiðurinn af því enda með eindæmum hæfileikarík kona.

Okei kannski á ég ekkert í þessu en það er amk mynd af mér í Vikunni og fleiri alvöru konum og ég er ýkt montin af okkur. Sérstaklega samt hönnuðinum.

Sjá líka hér

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá ofsalega eru þið stórglæsilegar systurnar :)
Kveðja Hófý

4:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Skvísur !

Kv. Herdís

12:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig er það Gunnhildur, ertu bara alveg kjaftstopp þessa dagana?!?

Það kæmi mér nú á óvart að þú hefðir ekkert meira að segja :)

BB

11:23 e.h.  
Blogger Gunnhildur said...

Já þú segir það. Þetta er bara einhvers konar leti í konunni, situr við tölvu allan daginn og nennir svo ekki í hana á kvöldin. Myndi líka örugglega bara breytast í fóstur og láta það tala eins og flestar verðandi mömmur: "nú er ég að sparka í mömmu, samt er ég bara 20. vikna fóstur og kann ekki að skrifa" og "ég er heppin/nn og er sofandi á meðan mamma er í vinnunni en hana langar samt heim að sofa því það er erfitt að hafa mig í bumbunni"... Spennandi ekki satt?:)

9:33 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þú segir nokkuð, jæja kannski ég fari bara að lesa bullið í Ellý Ármanns í staðinn.

BB

11:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger