miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Fréttir af úlfafjölskyldunni

Það hefur nú ekki farið mikið fyrir bloggi undanfarna mánuði hjá henni mér. Lífið að mestu snúist um óléttu og eitthvað henni tengt. Núna snýst lífið bara um þenna pottorm hérna að neðan. Hann krefst mikillar athygli og fær hana vandræðalaust.

Ég varð svo víst þrítug um daginn, flúði upp í sveit og fékk skúffuköku með bleiku kremi, bakaða af þessari ofurkonu hérna

Ég nennti ekki að taka á móti gestum eftir risastóra nafnaveislu helgina áður. Gæinn verður svo skírður í Staðarhraunskirkju með hækkandi sól. Við þorðum ekki að fara með hann vestur því það var svo vont veður. Hann fékk því bara nafn á meðan amma hans og afi frá Köben voru á landinu. Þau máttu ekki missa af því. Já og nafnið var Úlfur Páll, fyrir þá sem voru ekki búnir að fatta það:)


sunnudagur, febrúar 10, 2008

Úlfur Páll Pálsson með Björgúlfi afa sínum


sunnudagur, janúar 20, 2008

Fyrsta baðið


fimmtudagur, janúar 17, 2008

Fallegi maðurinn


fæddist 12. janúar sl. klukkan 16:58 á Landspítalanum eftir tveggja sólarhringa puð.

Hann var 4160 gr. að þyngd (tæpar 17 merkur) og 51 cm.

Vöðvastæltur og fagur eins og pabbinn en hávær eins og mamman:)

Við komum heim af spítalanum í gær (miðvikud.) þar sem ég missti mikið blóð og þurfti að fá ábót af því eins og hann af mjólkinni. Ég er samt öll að koma til og hann er eldsprækur og kátur og sefur á milli þess sem hann orgar á brjóstið sitt sem hann fær að sjálfsögðu.

Uppeldið verður geymt þangað til síðar.

Fallegustu menn í heimi


þriðjudagur, desember 11, 2007

Einu sinni voru Palli og Gunnhildur lítil

Svo urðu þau stór, eru reyndar ennþá stærri í dag (amk annað þeirra) en eru ekki eins dugleg við að taka myndir af sér saman. Þessi er síðan í fyrra.
föstudagur, ágúst 31, 2007

Bullblogg fyrir Boga og aðra dygga lesendur

Mamma mín er svooooo þreytt að hún er að sofna fram á lyklaborðið. Búin að vera á einhverju útstáelsi alla vikuna og fór í Bongó í gær og borðaði yfir sig af heimsins bestu ostaköku.

Ég sparka samt í hana og segi henni að halda áfram að vinna fyrir mér, samt kann ég ekki að tala, hvað þá heldur skrifa. Ekki haldiði í alvörunni að það sé ég sem skrifa þetta?

kveðja
Rúimlega 20 vikna gamla ofurfósrið

fimmtudagur, júní 21, 2007

Toppmodel

Draumur minn um að verða ofurfyrirsæta hefur loksins ræst.

Grafíski hönnuðurinn og listakonan BLIND á heiðurinn af því enda með eindæmum hæfileikarík kona.

Okei kannski á ég ekkert í þessu en það er amk mynd af mér í Vikunni og fleiri alvöru konum og ég er ýkt montin af okkur. Sérstaklega samt hönnuðinum.

Sjá líka hér

Powered by Blogger