mánudagur, nóvember 21, 2005

The Feminist: sagan af ofurfeministanum!

Ég var að sjá gömul komment frá pistli sem ég skrifaði á kvennafrídaginn en hafði ekki séð, sorry lads. Skammast mín eiginlega fyrir dónaskapinn. En ég verð nú að svara þessum kommentum, sérstaklega frá Óla Val mági mínum og svo náttúrulega bara svona almennt þarf ég aðeins að tala um feminisma - já belive it or not!!! Ég er nefninlega farin að hafa það óþægilega á tilfinningunni að fólk haldi að ég sé holdgervingur feminismans!

Að ég sé OFUR FEMINISTINN!!!

Ég er náttúrulega svaka mikill feministi en ekki endilega hinn eini sanni. Ég hef sagt það hérna áður og segi það enn, ég er ekki einu sinni skráð í Feministafélag Íslands. Bara í mínu eigin feministafélagi - Stórubrjóstajeppaklobbafeministafélaginu með meiru - og þar eru ýmsar skoðanir í gangi og stór og falleg brjóst mikils metin!

En ég vil samt svona í alvöru talað segja það að þó að ég og vinkonur mínar og þær stelpur og konur sem við sem þetta lesum þekkjum hafi það bara helvíti fínt þá er það ekki alls staðar þannig. (En að því síðar) Ég er ekki feministi af því að ég vil verða forsætisráðherra, en ég vil ekki að konur þurfi að berjast helmingi meira fyrir því að verða það en karlarnir. Því trúið mér, það er þannig! Það eru ekki bara femínurnar sem segja það - sjálfstæðiskellingarnar eru meira að segja farnar að viðurkenna karlaveldið í pólitíkinni. Þá er nú mikið sagt! Þetta er ekki bara það að konur sækjist síður eftir áhrifastöðum og hærri launum, þær eiga erfiðara með að komast þangað og það hefur oft verið rannaskað og allt það: sem sagt ömurleg staðreynd. (Svona ef þið trúið mér ekki þá notaði ég skýrslur í BS ritgerðinni minni um þetta mál og las mikið um það - endilega kíkið á Bókhlöðuna og lesið ritgerðina, hún er rosalega skemmtileg).

Og að kynjakvótunum, ég veit ekkert hvort feministar séu ötulir talsmenn kynjakvóta, ég hef að minnst kosti ekkert verið að agintera fyrir honum sérstaklega, en ykkur að segja þá tíðkast kynjakvótar ekki á Íslandi! Kynjakvótar eru ekki það sama og jafnréttislögin. Jafnréttislögin ganga út á að jafna hlut kynjanna í störfum þar sem hallar á annað þeirra. Ef tveir einstaklingar sem eru jafn hæfir sækja um starf þar sem hallar á annað kynið kveða lögin á um að sá einstaklingur sem er af því kyni fái starfið. En alls ekki ef hann er ekki hæfur. Þetta á bæði við karla og konur.

Kynjakvóti er annað, hann getur til dæmis átt við í skólum, segjum ef að hússtjórnarskóli tæki upp á því að taka bara inn 15 stelpur því af 20 nemendum eiga að vera fimm strákar. Þetta er (eða eitthvað í þessa átt) kynjakvóti og tíðkast ekki á Íslandi eins og áður hefur komið fram, að minnst kosti ekki svo ég viti til. Þetta hefur verið notað í Bandaríkjun til dæmis til að fá ákveðið marga blökkumenn inn í háskóla, og þá á kostnað annarra. Margir eru mjög ósáttir við þetta, sérstaklega hvítir miðstéttar stúdentar. Ég held að þetta sé mjög oft gert í einhverri pólitískri rétthugsun án þess að ég hafi neitt sérstakt vit á þessum málum. En getur örugglega skilað góðum árangri í að ná fólki inn í háskóla sem annars kæmist hvergi inn. Þessi hvíti kemst hvort eð er alls staðar inn getur maður ímyndað sér...

Þannig er nú það börnin góð. Eitthvað fleira þarf ég að skrafa um, humm já, jafnréttissinni versus feministi. Ég er jafnréttissinni á allann mögulegan hátt. Ég vil jafnan rétt fyrir svertingja og hvítingja, múslima og kristna, homma og lesbíur og allt þetta. Að vera feministi er að vera jafnréttissinni. Eða alla vega samkvæmt minni skilgreiningu. Það getur svo sem vel verið að til séu feministar sem hati karlmenn og vilji einhver umframréttindi, en orðið feministi þýðir ekki umframréttindi fyrir konur - niður með tippalingana! Feministi þýðir kvenréttindasinni en af hverju KVENréttindasinni? Ekki MANNréttindasinni? Vegna þess að þrátt fyrir að alls staðar í heiminum sé verið að brjóta á öllum, jafnt konum sem körlum, þá er það því miður þannig að konurnar eru í tvöföldum minnihlutahópi. Að vera kona gerir þig nefninlega oft minnimáttar einmitt vegna kynbundins - og kynferðislegs ofbeldis og þeirra dásamlegu staðreynd að við göngum með og ölum börnin! Eins frábært og það er hefur það nefnilega oft mjög neikvæð áhrif á stöðu konunnar - sad but true! Fátæk kona með mörg börn, sem er barin af fátæka manninum sínum og nauðgað, er í verri stöðu en hann, þó hans sé líka ömurleg. Þannig að konan er næstum alltaf í ,,minnihlutahóp" gagnvart karlinum og hefur alltaf verið. Eins og við vitum öll hefur hallað á réttindi kvenna svo árþúsundum skipti og ekkert hægt að neita því. Þess vegna er þessi barátta kölluð feminismi. Það breytir því hins vegar ekki að auðvitað er fullt af alls konar málum sem karlar þurfa að berjast fyrir og ég held satt að segja að feministar séu síst að sporna gegn þeirri baráttu. En eins og ég sagði áðan þá er ég náttúrulega ekki FEMINISTINN þannig að ég veit það ekki baun. Ég hef að minnsta kosti aldrei hitt feminista sem vill niður með karlmenn og einhver umframréttindi fyrir konur. En látið mig vita ef þið finnið hann.

Á Íslandi er þetta líka svona. Sláandi viðtal í Kastljósinu um konur á götunni sem selja sig fyrir húsaskjól! Hverjum eru þær að selja sig - hverjir eru að kaupa þjónustu þeirra? Við vitum öll svarið býst ég við og ég veit líka að fullt af strákum selja sig og já það er slæmt. En við vitum líka að meirihluti þeirra sem þurfa að selja sig eru konur. Þess vegna hefur þessi barátta snúist meira um konur - og til að tryggja mig enn frekar: það þýðir ekki að mér feministanum finnist allt í lagi að karlmenn selji sig. (meiri trygging) Ég er heldur ekki að segja að ALLIR karlmenn séu vondir og kaupi vændi, ég veit alveg að það er ekki þannig.

En ef við tölum ALMENNT þá eru konur mellur, karlar kúnnar, karlar pimpar, karlar nauðga konum og börnum, konur hafa lægri laun en karlar, menntun kvenna er minna metin en karla, karlar hafa minni rétt í forræðisdeilum en konur, kona hefur aldrei verið forsætisráðherra á Íslandi, karlar vinna ekki á leikskólum, konur vinna tvöfalda vinnu (úti og heima) en karlar bara úti! Þess vegna er ég feministi!

Vonandi hef ég náð að útskýra sjónarmið feministans í mér fyrir ykkur sem ekki þekkið hann vel. En mér finnst þú Óli Ofurtöffari alls ekki vera karlremba þó þú sérst ekki sammála mér alltaf. Ég vona líka að þér finnist ég ekki vera alger kvenremba;)
En ég geri mér líka grein fyrir því - eða reyni að gera það - að það hafa ekki allir brennandi áhuga á þessum málum eins og ég en ég tel að minn tilgangur sé að breiða út fagnaðarerindið... (það gengur bara ekki alveg nógu vel hjá mér... he he).

Margir stórir kossar til allra karlmanna sem lesa þetta blogg, þið eruð hetjur og ég get alveg sagt svolítið sem sjokkerar ykkur örugglega - ég elska einn svoleiðis...

(En núna er ég komin í einhverjar afsakanir á skoðunum mínum þannig að ég er bara hætt og segi bless bless og góða nótt allir saman, knúsi knús)

föstudagur, nóvember 18, 2005

Finally

Jæja ég er á lífi!

Rakst á umræðu á málfefnum.com sem fer að snúast um hvort feministar séu ekki bara ljótar fruntur sem eru öfundsjúkar útí stelpur sem hafa eitthvað að sýna.

Stelpur mínar sorry að ég sé að setja myndir af ykkur hérna inn á netið en mig langar bara að spyrja fólk - eru þetta ekki feministar????






Ég er kannski að gera einhverjum þessara fögru stúlkna upp skoðanir en það er að minnsta kosti ljóst að þetta eru engar hnakkamellur og mættu stoltar niður í bæ á kvennafrídaginn. Þær vita að jafnrétti er ekki komið á og það er EKKI vegna þess að þær skortir athygli frá karlmönnum. Nóg er af henni!!! En kannski er þetta engin sönnun - ég á náttúrulega bara fallegar vinkonur og systur og þetta er bara smá sýnishorn. En þetta sýnir þó amk að sumar kvenréttindakonur eru yfirmáta fallegar!!!

p.s. þið látið mig bara vita ef þið viljið að ég taki þetta út stelpur.


þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Einræði í peruskiptum

Það er einræðisungfrú í þessum stigagangi en það skilja ekki allir sem hér búa. Ljósið í forstofunni í sameigninni bilaði. Allir héldu að það væri sprungin pera. Einræðisungfrúin fer á stúfana og kaupir nýja peru (meira að segja tværi), skiptir um og ætlar að kveikja ljósið. En ekkert gerist. Ljósið greinilega bilað. Hún hringir í rafvirkjan sem kemur að vörmu spori að gera við ljósið. En þá er bara engin pera í ljósinu! Humm ekki hafði einræðisungfrúin tekið hana í burtu - þá hlýtur einhver óbreyttur óþolinmóður íbúinn að hafa gert það, ætlað að kaupa nýja peru í nafni húsfélagsins, hljóta heiðurinn af peruskiptunum og sölsa undir sig völdin. En einræðisungfrúin hafði sem betur fer keypt tvær perur svo rafvirkjinn gat sannreynt kenninguna um bilaða ljósið - sem reyndist að sjálfsögðu ónýtt og skipta þurfti um ljós, ekki bara peru. Sá óbreytti lumar því á rándýrri sparnaðarperu sem einræðisungfrúin keypti fyrir sína peninga, og þorir ekki að skila henni því hann/hún er niðurlægð/ur af skömm yfir fljótfærni sinni og vantrausti á einræðisungfrúna!

Lærið því að treysta ykkar foringju - hún veit alltaf best!

Powered by Blogger