þriðjudagur, júní 07, 2005

Þarf alltaf að vera titill???

Afskaplega lítið að gerast hérna í bloggheimum. Sumarið greinilega komið og fólk hætt að hanga inni í tölvunni öllum stundum. Eins er það með mig. Ég er hætt á Hönnun, búin að fara eina ferð upp í Landmannalaugar með alls konar skrítunum útgáfum af besservisserum og er bara í fríi núna. Á reyndar að vera að redda hinu og þessu, þvo þvott, borga reikninga, taka til og þrífa. En úti er rigning og ég er löt þannig að tölvan heillaði. Kúluspilið var að vísu orðið þreytt þannig að bloggið hafði vinninginn. Langt síðan það hefur gerst og komin tími til.

Hvað hefur gerst í lífi mínu síðan ég bloggaði síðast. Jú fór á skálavarðarnámskeið og lærði hvernig á að finna fólk í óbyggðum þ.e. Elliðarárdalnum. Tókst ekki að finna þær týndu, gekk framhjá þeim án þess að sjá þær. Greinilega ekki góður leitarhundur hún ég. Svo lærði ég hvernig á að klæða sig á fjöllum. Maður á að klæða sig vel og ekki vera í bómull. Ég vissi það nú reyndar fyrir, en alltaf gott að rifja þetta upp. Svo á maður að vera kurteis og almennilegur við leiðsögumenn og rútubílstjóra og að sjálfsögðu ferðamennina sjálfa, annars kemur enginn til okkar. Ég vissi það líka þannig að það eina sem ég þarf að æfa mig í er að leita að fólki og svo þarf ég að læra skyndihjálp, kann hana ekki nógu vel. Ég sem sagt kann næstum allt, get allt og veit allt. Enda er ég feministi.

Í Landmannalaugum í sumar verða þemadagar. Ég og Sólrún sem verður þarna með okkur ákváðum þetta á leiðinni uppeftir. Við erum bara búnar að finna eitt þema og það er pæjuþema, þ.e. pæjudagur. Þá verðum við allar að vera pæjur, fara í pils og mála okkur og hafa hárið fínt. Þá verður gaman fyrir alla ferðalangana. Leiðinlegt samt fyrir þá þegar þeir fatta að ég er frátekin. En Þóra og Sólrún eru á lausu, það ætti að bæta eitthvað fyrir vonbrigðin.
En að þemunum aftur, spurningin um að hafa gæjadag líka. Það verður náttúrulega einn strákur á svæðinu, eða tveir á tímabili. Það eru Maggi yfirskálavörður og sonur hans Hákon sem er átta ára. Ég hlakka til að hitta hann - lífgar upp á tilveruna að hafa krakkaorm meðal okkar. Kannski hann vilji taka þátt í pæjudeginum með okkur, eða gæja.
En alla daga, hvort sem það er þemadagur eða venjulegur dagur, verða feministadagar! En feministar þurfa samt ekki endilega að vera stórir og sterkir, tek það fram. Ég er lítill og aumur feministi. En kjút as hell.

Heyrumst.

Powered by Blogger