miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Fréttir af úlfafjölskyldunni

Það hefur nú ekki farið mikið fyrir bloggi undanfarna mánuði hjá henni mér. Lífið að mestu snúist um óléttu og eitthvað henni tengt. Núna snýst lífið bara um þenna pottorm hérna að neðan. Hann krefst mikillar athygli og fær hana vandræðalaust.

Ég varð svo víst þrítug um daginn, flúði upp í sveit og fékk skúffuköku með bleiku kremi, bakaða af þessari ofurkonu hérna

Ég nennti ekki að taka á móti gestum eftir risastóra nafnaveislu helgina áður. Gæinn verður svo skírður í Staðarhraunskirkju með hækkandi sól. Við þorðum ekki að fara með hann vestur því það var svo vont veður. Hann fékk því bara nafn á meðan amma hans og afi frá Köben voru á landinu. Þau máttu ekki missa af því. Já og nafnið var Úlfur Páll, fyrir þá sem voru ekki búnir að fatta það:)


sunnudagur, febrúar 10, 2008

Úlfur Páll Pálsson með Björgúlfi afa sínum


Powered by Blogger