föstudagur, september 30, 2005

taparinn tapar

Ég verð að fara að hlaupa hraðar mar... allar þessar vinkonur mínar eru að hlaupa framúr mér í lífsgæðakapphlaupinu. Allar komnar á STÓRA jeppa, eins og það sé eitthvað kúl, eða komnar með börn í mallann (eins og ÞAÐ sé kúl thíhíhí), eða ja bara að taka framúr mér. Ég lenti nú alltaf í öðru eða þriðja sæti í víðavangshlaupi í skólanum í gamla daga, náði aldrei því fyrsta, (en varð heldur aldrei neðar en þriðja, bara taka það fram...) þannig að ég ætla að rústa þessu hlaupi. Maður verður að vera góður í einhverju. Hvernig er þetta? Í sama mánuðinum er ég búin að kaupa mér borðstofusett, leðurstígvél, gallabuxur, nokkra boli og peysur, rúmteppi, fullt af römmum og skipulagsdóti úr IKEA, geðveikt flotta kápu, lopa í lopapeysu - ó guð þetta er svoooo mikið að ég bara man ekki meira... Svo er ég að fara til útlanda eftir viku að versla meira og er atvinnulaus. Rústa ég þeim ekki???? Nei ekki nema að ég hefði afkastað þessu öllu plús það að vera að vinna 10-12 tíma á dag, ætti Stóran jeppa, fellihýsi og sumarbústað, ætti nokkra krakkaorma og væri ógó sæt. Ég fæ alltof mörg mínusstig fyrir að vera atvinnulaus. Kona í alvöru lífsægðakapphlaupi er brjálæðislega vel menntuð, á þrjú börn, er í geðveikri vinnu og vinnur mikið, er samt alltaf sætust og í flottasta tauinu en hefur samt tíma fyrir allt annað eins og líkamsrækt, kynlíf og félagslíf. Ég er eiginlega bara að skíttapa þessu. En what the hell??? Ég fæ mér bara sjerrí og leggst upp í sófa og horfi á Juding Amy sjá um þetta allt fyrir mig...

3 Comments:

Blogger Gunnhildur said...

Satt er það - stoppaði mig sem betur fer af í þessu hlaupi:)
En já saumó, verðum ekki spurning að fara að endurvekja hann. Hvað með þriðjudaginn hjá mér????

11:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú færð alltaf plús í kladdann hjá mér. Og hvað er þetta eiginlega, þú ert bara í sumarfríi núna og átt að haga þér svona. Kallaðu þetta sumarfrí en ekki atvinnuleysi því allir þurfa frí. Ég gef skít í lífsgæðakapphlaupið og alla jeppa! Jeppar eru mestu mengunarvaldarnir af öllum bílum og ég heyrði í útvarpinu í gær að það er verið að pæla í að skattleggja þannig bíla meira en aðra. Þá vinn ég, menga minna og borga minna... hahahahahahaha!!!!!!

1:11 e.h.  
Blogger Thora said...

Him, já, þú vinnur mig allavega, reyndar er ég búinn að kaupa 2 Gambíu dress sem voru sko sér saumuð á mig, maður hlýtur að fá stig fyrir sérsaumað.
En held að ég sé búinn að tapa lífsgæðakapphlaupinu, bý heima, ekki búinn með bsinn, á enginn föt. En er búinn að fara til Afríku :)
En hlakka til að sjá þig sumarfríis gellan mín.
knus Þóra

9:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Powered by Blogger