föstudagur, apríl 29, 2005

Of náinn vinnustaður

Ekkert voðalega þægilegt að hlusta á vinnufélagana tala um mjög persónuleg vandamál í símann. Maður verður bara alveg eins og auli og veit ekkert hvert maður á að horfa, hvað maður á að segja eða hvort maður á að segja eitthvað. Úff, mjög óþægileg staða.(Eins gott að þessi tiltekni er útlenskur og getur ekki lesið þetta blogg!)

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Það þýðir ekki bara að vera sjálfhverf. Ég verð líka að skrifa um vandamál heimsins og bölsótast út í þjóðfélagið, langt síðan ég hef gert það. Ég ætla að veita ykkur þá unaðslegu ánægðu að skrifa um launamisrétti og þá tilhneiginu margra kvenna til að finnast þær ekki eiga há laun skilið. Þetta er alveg óstjórnlega bjánalegur og gamaldags hugsunarháttur. Ferðamálapæjurnar sögðu mér í gær frá konu sem hélt erindi á einhverri ferðamálafræðiráðstefu niðri í Háskóla um hvað ungir ferðamálafræðingar væri heimtufrekir og hrokafullir og krefðust hárra launa. Eins var sagt við eina af mínum ferðamálafræðipæju vinkonum í atvinnuviðtali að hún yrði að gera sér grein fyrir því að þetta væri illa launuð kvennastétt og hún gæti ekki krafist hárra launa.
Svo er það unga konan sem vinnur með systur minni, henni fannst bara út í hött að fólk færi að krefjast, var það ekki 200.000, í grunnlaun strax eftir nám í samningum FÍN við ríkið.

Af hverju finnst konum þær, og aðrir, ekki eiga skilið að fá mannsæmandi laun? Af hverju hafa margar konur þá hugmynd að þær eigi að vinna sjálfboðavinnu fyrir fyrirtækin sín? Hvernig dettur þeim í hug að hugsa svona? Miðað við útgjöld heimila í dag duga engin skítalaun og af hverju finnst fólki í lagi að fá laun í hrópandi ósamræmi við húsæðisverð og annað verð, t.d. matvörurverð?

Án þess að ég vilji dæma hópa en þá finnst mér eldri konur eiga þetta svolítið til. Þær virðast margar af einhverjum ástæðum ekki telja sig eiga jafn mikið skilið og t.d. karlar. Þessu þarf að breyta og konur þurfa að standa saman um að krefjast hærri launa. Ekki bara bölsótast út í öfgafulla feminista og halda að þeir vilji vaða yfir allt. Ef það væri ekki fyrir feminista fyrri áratuga værum við ennþá án kosningaréttar, skrúbbandi gólf, ómenntaðar með 10 organdi krakka með hor í nös hangandi í pilsunum okkur, því við mættum náttúrulega ekki ganga í buxum.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Tveimur virkum dögum eftir að ég tilkynni uppsögn mína tilkynnir starfsmannafélag að árhátíð fyrirtækisins fari fram í London 19.nóv.

Ef ég væri geðveikari en ég er myndi ég halda að þetta væri samsæri...

mánudagur, apríl 25, 2005

Lesbíudraumur

Náði ykkur með titlinum!!!

Mig dreymdi í nótt að sú kjaftasaga væri komin á kreik að ein vinkona mín væri lesbía. Í draumnum var það þó alveg skýrt að hún væri ekki lesbía heldur væri þetta kjaftasaga frá upphafi til enda. Þessi vinkona mín sem ég tel nú vera frjálslynda í alla staði var nú ekki par ánægð með þessa kjaftasögu og grét ósköp mikið yfir henni. Foreldrar hennar voru hins vegar hin skilningsríkustu og buðu meintri ástkonu vinkonunnar með sér á kaffihús til að kynnast tengdadótturinni tilvonandi. Mikill grátur fylgdi því og var þetta eins og hinn mesti harmleikur. Ég reyndi að hugga hana og segja henni að þetta væri nú ekki það versta sem gæti komið fyrir konu, að vera sökuð um samkynhneigð. En jú henni fannst það ósköp slæmt að fá slíkt orð á sig. Veit hins vegar að ef þetta ætti sér stað í raunveruleikanum myndi hún ekki kippa sér hið minnsta upp við það.

Núna er keppni - hver ykkar haldiðið að þetta sé?
Sú sem vinnur fær rómantískt deit með mér mú ha ha!!!

föstudagur, apríl 22, 2005

AAAA léttir

Ég sagði upp vinnunni minni áðan. Þær vinkonur mínar (og náttla systir) sem ég var búin að segja það áður en þetta er ritað sögðu allar: Til hamingju! Gæti bent til þess að hér sé um rétta ákvörðun að ræða.
Er mjög sátt við hana og þungu fargi af mér létt.
Hætt að vera bitri landfræðingurinn, ætla bara að vera duglegi landfræðingurinn og fá mér skárri vinnu. Eða amk vinnu þar sem ég þarf ekki alltaf að vera að bíða eftir að fá eitthvað að gera. Bara vinnu þar sem ég veit að hverju ég geng. Verð samt hérna þangað til annað kemur til mín.
Farin heim í mat til herra húsmóður
see ya

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Uss uss uss skítapakk

Ríkisrekna stofnunin sem sér um þróunamál Íslending vildi ekki fá hina yndislegu mig til starfa hjá sér í Afríku. Leiðinlegt fyrir hana en ennþá leiðinlegra fyrir mig! Ég fékk ekki einu sinni viðtal!!! Huh ég er stórmóðguð!

Þóra Rauðakrossfrömuður og alveg að verða landfræðingur fékk heldur ekki viðtal! Mannfræðingsbjánar voru ráðnir og bókasafnsfræðingur. Iss piss !!! Hvenær mun tími landfræðinganna eiginlega renna upp?
Erum ekki neitt voðalega hip og kúl eins og er. Hljótum amk ekki tilskylda virðingu samfélagsins. Veit fólk ekki að landfræðingar vita lítið um margt, hvenær verður sá kostur metin að verðleikum? Ja hann er kannski metin mikils innan dyra í mínu heittelskaða fyrirtæki, landfræðingnum undirritaða er alla vega treyst til að verða skrifstofudama eftir nokkra mánuði, enda veit hann örlítið í hverju sú vinna felst. Já það eru ekki allir háskólamenntaðir fræðingar jafn heppnir og ykkar heittelskaða!!! ooo ég er svoooo ánægð að skulda eina og hálfa milljón í námslán - því menntun margborgar sig - ójá - diddilídú!!!

Bitri landfræðingurinn kveðjur að sinni - glaðari en aldrei fyrr!!!

Ekki fréttir

Minnstu munaði á fimmtugustu og fjórðu mínútu að Madridingum HEFÐI tekist að skora á móti Inter. Inter gerði svo aðsúg að marki Madridinga á sextugustu mínútu en markverði Madridinga tókst að koma í VEG FYRIR MARK með góðri markvörslu. Það var svo ekki fyrr en á þeirri áttugustu og sjöundu að boltinn fór í markið og sigruðu Madridingar með einu marki gegn engu. (Tilbúið dæmi).

Svipaðar lýsingar heyrast samt á hverju kvöldi í ÍÞRÓTTAFÉTTATÍMA Sjónvarpsins. Hversu miklar EKKI fréttir eru að það Madridingum hafi NÆSTUM því tekist að skora????

Minnstu munaði að hljómsveitinni Skítamóral hefði tekist að semja lag í gær en það var svo ekki fyrr en í morgun sem allt small saman og lagið varð til.

Þætti fólki ekki skrítið ef sérstakur TÓNLISTARFÉTTATÍMI Sjónvarpsins í fyrsta lagi væri til og hljómaði í öðru lagi svona?

Það væru ekki féttir.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Bíða bíða bíða

Ég er að bíða en biðin er löng og ströng. Í fullkomnum heimi mun draumur minn rætast og ég verð ein hinna útvöldu. Í hinum raunverulega heimi eru hins vegar miklar líkur á því að að draumur minn muni ekki rætast og óbreytt ástand viðhaldist. Það væri hörmung!
Ég er komin með nóg af þessu óbreytta ástandi. I need moooooore. Ég á ekki að sitja föst inn á staðlastofnun, vannýtt í verkefnafátækt. Mig vantar verkefni til að takast á við, mig vantar að gera eitthvað krefjandi og gefandi. Steypa og burðarþol höfða ekki til mín! Ég vil fá fólk og náttúru. Ár í viðbót hérna mun drepa niður minn annars frjóa huga. Hugsjónir mínar munu fljúga í ruslafötuna með umslaginu utan af launaseðlinum. Tal um fótbolta og golf munu yfirtaka samræður um fátækt og misrétti, þunglyndið heldur áfram, vanmáttartilfinningin mun magnast.
Spurningin um að hætta að væla og finna sér eitthvað annað að gera. Jebb en hluti biðarinnar felst í því...

mánudagur, apríl 11, 2005

Akureyri

Akureyri!!! Humm alveg yndisleg. Það var frábært veður, skemmtilegt djamm, gott fólk og Frúin í Hamborg algert æði. Akureyringar fá hins vegar mínusprik fyrir að vera haldnir þeirri hugsanavillu að sinnepssósa sé góð með ÖLLU!!!! Hún er ekki góð! Sérstaklega ekki þegar samlokan heitir: Samloka með kjúklingi, grænmeti og sinnepssósu en er í rauninni samloka með sinnepssgrautarvellu og kjúlkingakryddi. Oj mig langar ekki aftur í sinnepssósu.

Til að drulla nú ekki bara yfir Akureyringa þá fá þeir plúsprik fyrir veitingastaðinn Götugrillið. Nafnið gefur til kynna sóðabúllu þar sem það fínasta er grilluð kjúklingabringa. Staðurinn kom hins vegar svo gjörsamlega á óvart og bauð upp á einn besta indverska mat sem ég hef smakkað, og hef ég nú prófað hann víða (ja nema í indlandi). Ég fékk mér æðislegan tandoori kjúkling sem bráðnaði upp í mér ummmmm. Stelpurnar fengu líka æðislegan mat, dvergrisarækjur og lambakjöt og allar vorum við himinglaðar og ánægðar eftir þetta. Fórum heim og lögðumst á meltuna og nutum eftirbragðsins. Langar að fara strax aftur. Svo var staðurinn líka svo flottur, hannaður af MáMíMó gellunni í Innlit/Útlit. Rosaflottar ljósakrónur úr blómavösum eftir Alvar Alto og bla bla ha ha ha ég er svo mikil hönnunargella. Veit allt um design. Komst að því um helgina að dýru fínu rúmfötin mín sem við fengum frá tengdó um þarsíðustu jól eru hönnuð af hinni einu sönnu Mary Mekko... Já ég vissi alveg að þau væru flott og allt það en ég hafði ekki minnstu hugmynd um hvað hönnuðurinn hét. Tók líka smá tíma að læra þetta flókna nafn, áfengi slævgar hugann. Mary Poppins, Mary Mekkó hverjum er ekki sama?

Sjeríósinn plummaði sig líka vel, tókst að hýsa okkur fjórar og allt draslið sem okkur fylgdi. Eitt plúsprik fyrir hann.

Segi kannski frekari ferðasögu seinna, ekki alveg komin í gang svona fyrir hádegi á mánudegi.

föstudagur, apríl 08, 2005

Flöskudagur eins og Stína segir

Núna er bara spenningur í gangi, pækuferð norður á Akureyri með þessum gellum + einni annarri. Vííí.

Ég er eins og Berglind alltaf að skoða barnaland. Fann minnstu frænku mína þar áðan, algert rassgat. Hún var pinkuponsirófa, bara 6 merkur en er sprellhress þessi rófa - og pínkulítið nafna mína og Bjargeyjar líka he he. En ég vil samt taka það fram að það er ekki byrjað að klingja hjá mér. Er með önnur plön en barneignir næstu misserin. Maður má samt alveg vera væmin er það ekki???

(Enduruppgötvaði (með hjálp Þóru) hvernig á að linka án þess að sýna urlið, kunni það einu sinni en var alveg búin að gleyma því. Ætla því að ofnota það til að koma í veg fyrir að ég gleymi því aftur)

tú tú góða helgi

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Ætli karlkyns verkfræðingar séu með minni ***bííííbb*** en aðrir menn?
Velti því bara fyrir mér því þeir eiga allir stóra og stæðilega jeppa.

Kvenkynið er hins vegar ósköp rólegt á því og keyrir um á venjulegum fjölskyldubílum eða litlum skvísubílum. Greinilega ekkert sem þær þurfa að sanna. Nema þetta sanni að karlarnir séu með hærri laun en konurnar. Það skyldi þó aldrei vera? Í þessu líka fjölskylduvæna fyrirtæki. Kannski svo fjölskylduvænt að það hvetur konurnar aftur inn á heimilið? Nei ég held reyndar ekki, finnst nú lögð alveg nógu mikil áhersla á familíuna hérna. Ætli ég þurfi ekki að taka mitt sumarfrí eftir því hvenær einhverjir fj..... leikskólar loka - en samt á ég nú ekki barn. Eins og Sigrún segir þá er lögð mikil áhersla á barnafólk. Fólk er heima dögunum saman af því að ormarnir eru veikir, örugglega ekkert gaman, en ég væri samt alveg til í að geta bara verið heima ef til dæmis uppþvottavélin mín væri biluð. Það kom nú fyrir um daginn en ég mætti samt í vinnuna! (Nú verður barnafólkið reitt, ég að líkja börnum við uppþvottavélar, skamm Gunnhildur!)

Ég er alla vega ekki neitt að deyja úr spenningi yfir því að þurfa að taka sumarfríið mitt samkvæmt lokun leikskólanna þegar það er ekki minn krakki sem á í hlut. Enda á ég ekki krakka. Held að ég segi bara só sorrí, nó ken dú. Vil vera í sumarfríi þegar mér hentar. Þetta er það asnalega við þessar sumarlokanir á leikskólunum. Barnlausa fólkið þarf að taka tillit til foreldranna á vinnustaðnum og fara í sumarfríi í júní eða ágúst. Bjánalegt og skapar vinnustaðamóral. Mínusstig fyrir R-listann. Örugglega framsókn sem réði þessu...

Af mér segir hins vegar það að við ,,tvíburasystur" og stóra systir erum að fara að heimsækja soul systur okkar á Akureyri um helgina. Ví ha. Erum hins vegar í smá bílavandræðum. Skodi ljódi er á sumardekkjum og Sjeríósinn með brotið púströr blessaður. Held samt að við skröltum þetta á honum. Hann hefur nú farið margar ferðirnar í kringum landið eftir ævintýrið á Reyðarfirði hérna um árið. Ekki málið að skutlast til AkureyrIS...

Bið blessuðu heiðnu guðina mína bara um gott veður og vona að hann Þór þrumuguð hafi hægt um sig um helgina á fylleríi með snjóguðinum. Hver skyldi það nú vera??? Hel sjálf kannski?

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Er ég bara heiðingi?

You scored as Paganism. Your beliefs are most closely aligned with those of paganism, Wicca, or a similar earth-based religion. You may also follow a Native American religion.

Paganism

83%

agnosticism

67%

Buddhism

50%

Islam

50%

atheism

50%

Judaism

42%

Satanism

33%

Christianity

33%

Hinduism

13%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com

mánudagur, apríl 04, 2005

Meira júró

Ég er alveg orðin júróvísjón óð, búin að hlusta aftur og aftur á fullt af vinningslögum í dag. Í sérstöku uppáhaldi eru lögin Ne Partez Pas Sanz Moi með Celine Dion (1988) , Insieme 1992 með Toto Cutugno (1990) og Fangad av en stormvind með Carola (1991). Ég hef alltaf elskað Celine Dion og var greinilega 10 ára þegar sú ást hófst, fattaði ekki að þetta væri svona langt síðan. Ég fæ alveg svona skemmtilegan júróvísjón hroll um mig þegar ég hlusta á þetta. Man að þegar ég var lítil vorum við oft úti að leika okkur, vorðið að koma, og mamma kallaði á okkur þegar júró byrjað. Hin mesta skemmtun fyrir saklaus sveitabörn.

Jafnvel þó að mér finnist þetta skemmtilegt og finnst hallærislegt að geta ekki horft á þetta vegna hallæris er ég nú samt ekki alveg gagnrýnislaus þegar kemur að júróvísjón. Lagið okkar í ár er til dæmis með alltof líkt undirspil og tyrkneska lagið sem vann þar síðast. Eins og það virki eitthvað að koma með eins lag aftur - döööö. Svo finnst mér líka frekar pirrandi hvað Íslendingar eru hræddir við að senda öðruvísi tónlistarfólk og lög. Þó að það þurfi ekki að vera eitthvað rosa hip og kúl og framúrstefnulegt þá má nú aðeins stokka upp í þessu unga, fallega 20+, brosandi og dansandi ofurhressa liði í glansgöllum. Það vantar allan frumleika í þetta. Í gamla daga var þetta flott, Eyvi og Stebbi með klútana á hausnum, Daníel Ágúst með buxurnar upp að brjóstum og Sigga Beinteins alltaf klassísk og flott. Tala nú ekki um Pál Óskar! Mér fannst frábært að Birgitta fór en mér finnst samt að Botnleðja hefði átt að komast. Þeir hefðu hrist aðeins upp í Abbafílíngnum.

Jæja kannski er ég bara alveg eins snobbuð og aðrir.

föstudagur, apríl 01, 2005

Júróvision

Hérna er hægt að hlusta á öll vinningslögin síðan 1956. Geðveikt kúl, ég hlakka til júróvision, ég þoli ekki svona niðursnobb um að þetta sé hallærislegt. Hverjum er ekki sama? Við elskum þetta öll, viðurkennum það bara!!!

ps. Sorry hvað ég er alltaf léleg í þessum linkum... kann ekki að setja nafnið og láta urlið sjálft ekki sjást... tæknikonan ég

Ég um mig frá mér til mín í dag

Blogga blogga og ekkert rugl. Örugglega allir nethangsararnir vinir mínir orðnir hundleiðir á mér fyrir að vera svona lélegur bloggari. En nú skal ég reyna að segja eitthvað skemmtilegt.

Umm lífsgæðakapphlaupið hlaupið í okkur skötuhjúin aftur. Þetta er svona þegar Páll er heima lengi, þá kaupir hann svo mikið. Ég kemst venjulega af með fetaost, tómata, salat og beyglu í ískápnum mínum, kaupi voðalega lítið annað. Svo kemur hann heim og allt verður vitlaust. Hann er búinn að kaupa tölvu, fá internetið heim, kaupa ljós í stofuna, skrifborðsstól, gaskút á grillið, grilla, þvo allann skítuga þvottinn minn, taka hundrað sinnum til, halda topmodel kvöld fyrir vinkonur mínar, detta tvisar í það, halda eitt eftirpartý og kaupa fullt af mat í ísskápinn þessa rúmu viku sem hann hefur verið heima. Kannski er hann bara framtakssamari en ég, gæti verið að framtaksleysi mitt eigi þarna einhvern þátt. En ég er svoddan rólyndismanneskja og kemst ágætlega af án alls pjáturs í kringum mig, eins og Hófý segir þá verður örugglega íbúðin hennar og Ella tilbúin langt á undan okkar þó við höfum keypt 7 mánuðum fyrr. Ég var einmitt að hugsa um um daginn að það vantar svo margt í mig. Stundum finnst mér það gott en stundum fer það svolítið í taugarnar á mér. Ég er að vissu leyti fegin að vera ekki upptekin af veraldlegum hlutum og fötum, tísku og þannig en hins vegar mætti þetta vera aðeins meira.

Til dæmis íbúðin, ég gjörsamlega hef ekki hugmynd um hvernig er flott að innrétta hana. Ég bara sé það ekki og fæ engar hugmyndir og ekki neitt. Ef mér dettur eitthvað í hug tekur það marga mánuði í framkvæmd og ég verð að fá samþykki systur og vinkvenna fyrir öllu.

Föt: ég kaupi mér mjög sjaldan föt. Yfirleitt engin hátískuföt. Margir tískustraumar hafa gjörsamlega farið framhjá mér. Fullt af skóm (eins og mér finnst skór skemmtileg fyrirbæri) sem hafa verið í tísku komast aldrei inn í forstofu hjá mér, nema á fótum vinkvenna minna. Sá á miðvikudaginn að allar sem komu á topmodelkvöld hjá mér voru í kúrekastígvélum. Mér hefur varla dottið í hug að kaupa mér kúrekastívél, samt finnst mér þau kúl. En æi tískan bara líður framhjá mér.

Tónlist/geisladiskar: Mér finnst tónlist auðvitað skemmtilega eins og flestum, kaupi samt aldrei geisladiska. Ekki af því að það sé einhver yfirlýst stefna hjá mér, ég bara geri það ekki. Hef ekki hugmynd um af hverju.

Bíómyndir: Fer mjög sjaldan í bíó og hef yfirleitt alltaf sé fæstar myndir af öllum sem ég þekki. Finnst samt alveg gaman að fara í bíó og taka video, bara geri það ekki, hef ekki hugmynd um af hverju.

Svona er þetta með flest hjá minni, sé alla aðra gera alls konar hluti og finnst bara flott og gott en ég bara geri þá ekki. Djammið gengur þó alveg ágætlega núna eftir tveggja mánaða lægð.

Eitt sem ég geri samt mikið af, það er að lesa. Kannski vegna þess að það felur í sér að liggja upp í rúmi eða sófa og hafa það gott. Samt er það í einhverri lægð núna, hef varla nennt að klára þær bækur sem ég er að lesa.

Ef ég hefði framtak í að vera hippi þá væri ég það örugglega en þar sem ég er eins og ég er þá vantar það líka í mig að nenna að standa í því að klæða mig eftir ákveðinni stefnu og haga mér í öllu eins og ákveðinn hópur gerir. Það vantar bara í mig...

Powered by Blogger